HANS JÓHANNSSON





ómur aldanna
„fiðlusmíði í 40 ár“
01. 10 – 15. 10.23

Hádegisdagskrá á hverjum degi frá 12-13.

RANNVEIG MARTA SARC – SVAVA BERNHARÐSDÓTTIR – PATRICK GAYDECKI –ÚLFUR HANSSON – SVANUR VILBERGSSON – UNA SVEINBJARNARDÓTTIR – BRYNDÍS HALLA GYLFADÓTTIR – SÓLVEIG VAKA EYÞÓRSDÓTTIR – ROR; GYÐA VALTÝSDÓTTIR OG ÚLFUR HANSSON – SARASU JONES – ÞÓRHALLUR MAGNÚSSON – SÓLVEIG STEINÞÓRSDÓTTIR – HANS JÓHANNSSON


[ENGLISH BELOW]

Dagana 1. - 15. október nk. verður haldin hátíð í Ásmundarsal til að fagna rösklega fjögurra áratuga starfsferli Hans Jóhannssonar, fiðlumiðs. Sýnd verða tugir hljóðfæra, allt frá barokkhljóðfærum til klassískra strengjahljóðfæra, auk tilraunahljóðfæra og hljóðskúlptúra í anda 21. aldar.

Strengjahljóðfæri (fiðlur, víólur, selló og bassar) eru bakbeinið í hljómi allrar klassískrar tónlistar hvort heldur sem litið er til hefðar genginna árhundraða eða samtímans. Í gegnum yfirlitssýningu, viðburðaröð og fjölda tónleika er markmið hátíðarinnar Ómur aldanna – fiðlusmíði í 40 ár, að segja sögu fiðlusmíði undanfarinna 500 ára í gegnum kviksjá starfsferils Hans, auk þess að varpa ljósi á nýsköpun og framtíðarmöguleika í hönnun og þróun þeirra strengjahljóðfæra sem notuð eru til að þjóna klassískum tónlistararfi. Horft verður til sögu og hefðar, goðsagna, smíða, hljóms, tónlistarflutnings, sambands hljóðfæraleikara við hljóðfærið sitt og síðast en ekki síst upplifunar þeirra sem hlusta og njóta.

Í Gryfjunni verður nýrri tækni og uppfinningum gerð skil, auk þess sem 21. aldar hljóðfæri Hans verða þar til sýnis. Þau byggja á rannsóknum og frumkvöðlastarfi Hans, sem hann hefur m.a. deilt með rannsakendum Manchester háskóla í Bretlandi. Á meðan á hátíðinni stendur verður hægt að fá tækifæri til að taka þátt í tilraunum og reyna hljóðfærin í Gryfju.

Sýningarstjóri og hönnuður sýningarinnar er Elín Hansdóttir, myndlistarmaður, en hún á að baki tveggja áratuga farsælan feril á sviði myndlistar, og nú síðustu ár einnig, sviðsmyndagerðar. 

Á hverjum degi verður einstakur hádegisviðburður í Ásmundarsal þar sem alþjóðlegri menningu og hefð hljóðfæranna verður gerð skil með opnum samtölum, fyrirlestrum, örtónleikum og tilraunum en hátíðinni lýkur með tónleikum í samstarfi við Hörpu, þar sem leikið verður á 35 hljóðfæri í Norðurljósum.

Stjórnandi á tónleikunum verður Bjarni Frímann Bjarnason, en strengjasveitina skipa margir fremstu hljóðfæraleikarar þjóðarinnar auk gesta erlendis frá sem gera sér sérstaka ferð til Íslands til að taka þátt í hátíðinni og heiðra ævistarf Hans.

Hátíðin er styrkt af Tónlistarborgin Reykjavík og Hönnunarsjóði.


ECHOES OF THE AGES
“40 YEARS OF VIOLIN MAKING“
01. 10 – 15. 10.23

daily afternoon program between 12-13.

A festival at Ásmundarsalur, commemorating over four decades of violin making by Hans Jóhannsson will be held from the first to the fifteenth of October 2023. On display will be dozens of musical instruments, from baroque string instruments to modern ones, as well as experimental instruments and sound sculptures in the spirit of the twenty first century.

Stringed instruments (violins, violas, cellos and double basses) constitute the basis of nearly all classical western music, whether it be the tradition of centuries past or of the contemporary. Through a comprehensive exhibit, a series of concerts, the aim of the festival Echoes of the Ages;40 years of violin making, is to tell the story of violin making of the past half a millennium through the career of Hans Jóhannsson, as well as to illustrate innovation and future prospects regarding the design and development of the stringed instruments that serve the heritage of classical music.

The focus will be on the history, tradition, myths, construction, timbre, performance, the symbiosis of musician and instrument and last but not least the experience of the audience. The role of artistic director and designer of the exhibit will be handled by Elín Hansdóttir, artist. Elín has two decades of a successful career in visual art and recently in stage production. Elín is Hans Jóhannsson's daugther and has followed her fathers career since she was a child.

The festival will culminate in a concert in collaboration with Harpa concert Hall, where 35 instruments, all made by Hans Jóhannsson in the past decades. A new string work, Onium Ion, will be premiered by Úlfur Hansson (Hans Jóhannsson's son, who has also worked with his father on experimental projects) and Gyða Valtýsdóttir, for cello and string orchestra. Also a string quartet by María Huld Markan titled Lost Forests, will be performed. In conclusion there will be a performance of Metamorphosen by Richard Strauss, which is known for illustrating the most exquisite characteristics and timbre of stringed ensembles. The concert will be conducted by Bjarni Frímann Bjarnason, and the ensemble will include some of the finest string players in Iceland, as well as guests from abroad that will make the journey to take part in the festival and to honour the work of Hans Jóhannsson.

The festival is supported by Reykjavík Music City and Iceland Design Fund.







DAGSKRÁ / PROGRAM


AÐGANGUR ER ÓKEYPIS EN ÓSKAÐ EFTIR SKRÁNINGU Á EINSTAKA VIÐBURÐI
FREE ENTRY BUT PLEASE REGISTER ON SELECTED EVENTS.



01. 10 | SUNNUDAGUR | 16-18 | salur & gryfja

HÁTÍÐARSETNING / sýningaropnun

OPENING CEREMONY / VERNISSAGE





02. 10 | mánudagur | 12-13 | gryfja

Hans Jóhannsson
kynnir rafhljóðfærin Ómar & Othar.

Hans Jóhannsson demonstrates the electronic instruments Ómar & Othar. 



03. 10 | þriðjudagur | 12-13 | salur

Samtal við GUNNAR KVARAN um samband sitt við hljóðfærin sín, nálgun í hljóðfæraleik og heimspeki tengda þessari framlengingu af líkama og anda í listrænni túlkun flytjanda.

A conversation WITH GUNNAR KVARAN ON the musician ́s connection to the instrument, approaches to performance practices and the philosophical facet of this extension of body and spirit and artistic interpretation. 

04. 10 | miðvikudagur | 12-13 | salur

Hans Jóhannsson
flytur fyrirlestur um hamgreiningu á strokhljóðfærum

 A lecture by Hans Jóhannsson on modal analysis of stringed instruments. 


05. 10 | fimmtudagur | 12-13 | gryfja

Samtal við Úlf Hansson um nýsköpun í hljóðmyndun, hljóðfærasmíði og ómhörpuna - tilraunahljóðfæri Úlfs, sem hlaut nýsköpunarverðlaun forseta Íslands, þróunarstyrk frá Rannís og Guthmann Musical Instrument Competition verðlaunin í Bandaríkjunum.

A conversation with Úlfur Hansson on innovation in sound production, instrument making and the magnetic harp - Úlfur ́s experimental instrument which was awarded the President ́s Innovation Award, a research grant from Rannís as well as the Guthmann Musical Instrument Competition.


06. 10 | föstudagur | 12-13 | salur

ÖRTÓNLEIKAR: Svanur Vilbergsson gítarleikari flytur verk á klassískan gítar smíðaðan af Hans Jóhannssyni árið 2007. 

Micro concert: Svanur Vilbergsson guitarist performs on a classical guitar made by Hans Jóhannsson in 2007.

07. 10 | laugardagur | 12-13 | salur

ÖRTÓNLEIKAR: Una Sveinbjarnardóttir fiðluleikari.

Micro concert: Una Sveinbjarnardóttir violinist.

8. 10 | sunnudagur | 12-13 | salur

ÖRTÓNLEIKAR: Bryndís Halla Gylfadóttir sellóleikari.

Micro concert: Bryndís Halla Gylfadóttir cellist. 


9. 10 | mánudagur | 14-15 | salur

ÖRTÓNLEIKAR: PÉTUR BJÖRNSSON fiðluleikari.

Micro concert: PÉTUR BJÖRNSSON violinist.


10. 10 | þriðjudagur | 12-13 | salur

ÖRTÓNLEIKAR: Sólveig Vaka Eyþórsdóttir fiðluleikari.

Micro concert: Sólveig Vaka Eyþórsdóttir violinist. 


11. 10 | miðvikudagur | 12-13 | salur

ÖRTÓNLEIKAR: Gyða Valtýsdóttir & Úlfur Hansson.

Micro concert: Gyða Valtýsdóttir & Úlfur Hansson.

12. 10 | fimmtudagur | 12-13 | salur
ÖRTÓNLEIKAR: HJÖRTUR Páll eggertsson sellóleikari.

Micro concert: Hjörtur Páll Eggertsson cellist. 

13. 10 | föstudagur | 12-13 | salur

ÖRTÓNLEIKAR: Sólveig Steinþórsdóttir fiðluleikari.

Micro concert: Sólveig Steinþórsdóttir violinist. 

13. 10 | föstudagur | 19.30 | hannesarholt

TÓNLEIKAR Í HANNESARHOLTI KL. 19.30. Sara Su Jones fiðluleikari flytur verk fyrir fiðlu, ásamtTatyana Stepanova á píanó.

Concert at Hannesarholt (off venue) 7:30 pm: Sara Su Jones performs works for violin, accompanied by Tatyana Stepanova on piano. 



14. 10 | laugardagur | 12-13 | salur

Samtal milli Hans Jóhannssonar, Þórhalls Magnússonar rannsóknarprófessors við Listaháskóla Íslands og Prof. Patrick Gaydecki frá háskólanum í Manchester um sameiginlega fleti hefðbundinnar hljóðfærasmíði og hátækni hljóðfærasmíði.

Conversation between Hans Jóhannsson, Prof. Þórhallur Magnússon at the Iceland University of the Arts and Prof. Patrick Gaydecki of Manchester University about common methodologies of traditional instrument making and high tech instrument making.


15. 10 | sunnudagur | 12 - 13 | salur

ÖRTÓNLEIKAR: rannveig marta sarc, fiðluleikari og Svava bernharðsdóttir, víóluleikari.

Micro concert: rannveig marta sarc, violinist and Svava bernharðsdóttir, violist.



15. 10 | sunnudagur | 16:00 | harpa, norðurljós

LOKATónleikar hátíðar í Norðurljósasal Hörpu í samstarfi við Sígilda sunnudaga.

Flutt verða verkin:
Horfnir skógar – eftir Maríu Huld Markan.
Onium Ion – eftir Úlf Hansson og Gyðu Valtýsdóttur
Metamorphosen – eftir Richard Strauss.

Hljómsveitarstjóri er Bjarni Frímann Bjarnason.

Ljósmyndari; Hrefna Björg Gylfadóttir


MYNDIR FRÁ OPNUN
EXHIBTION OPENING