HRAFNHILDUR ARNARDÓTTIR / SHOPLIFTER &
HRAFNKELL SIGURÐSSON
ÞING / THING
19.08 – 24.09
Sýningaropnun á Menningarnótt kl. 18 - 21
Samstillt vitund Hrafnhildar Arnardóttur og Hrafnkels Sigurðssonar.
Í bjartri víðáttu Ásmundarsalar, sem minnir helst á glæstan stjörnuskoðunarturn, á sér stað sér stað samruni hugverka listamannanna þar sem undirmeðvitund og raunsæi fanga athygli hinnar forvitnu sálar. Hér sameinast tveir listamenn, Hrafnhildur og Hrafnkell í spegilmynduðum sýningarveruleika.
Hlutbundin veruleit Hrafnhildar framkalla verk sem enduróma hið hátíðlega og fjöruga. Verk hennar verpast frá því jarðneska til þess óáþreyfanlega, böðuð uppljómunar sem af himnum ofan. Þau hreyfa við skynrænum gagnaheimi, sálumessa hins ótjáða, bergmál af endurtekningum sameiginlegrar undirmeðvitundar okkar.
Samhliða þeim rýnir Hrafnkell með okkur í gegnum tíma og rúm. Sköpunarverk hans endurspegla afstæði skynjunar og áþreifanleika upplifunar, augnablik eyðileggingar og sköpunargleði. Í verkum sínum gefur hann til kynna bilun í flóknum vefnaði skilningarvitanna, skjálfta í sannfæringu okkar, flóð og fjöru framheilans. Brennipunktar sem hugsanlega miðla bæði örflækjum og víðáttu ólíkra tilvistarþrepa.
Samruni listsköpunar þeirra er fjölbrotinn glerstrendingur, sem brýtur ekki bara ljós, heldur einnig hugsanir og tilfinningar í litróf samtvinnaðrar upplifunar. Sameiginleg listaverk þeirra eru gáttir inn í orkuvíddir þar sem innsæisagnir leita jafnvægis á öldum tjáningar, hugsanaflutnings og yfirskilvitlegum samskiptum í leit sinni að sannleika meðvitundarinnar.
Í hverju verki er lúmskur kraftur og orka, útfrymiskennd ómun sem dregur alla hugmyndafræði í efa.
Við erum tengd naflastrengi við kjarna listsköpunar, dáleidd að afsprengdum veruleika hennar og sveiflað milli smásjárlegra smáatriða og víðáttubrjálæði þess endalausa.
Þetta er hvorki áskrift né uppskrift að listrænni sýn heldur hugvíkkandi samruni á efniskenndri sýn listamannanna sem undirmeðvitund þeirra tengir saman og brúar bilin milli óútskýranlegrar sannfæringar þess efniskennda og dulúðar þess ósýnilega.
Auk þess fengu þau hljóðlistarmanninn KURT UENALA til að vinna með þeim innsetningu í Gryfju er ber heitið Afbrotunar Iða.
OPENING ON CULTURAL NIGHT FROM 18 – 21
Celestial Alchemy: The Stellar Confluence of Hrafnhildur Arnardottir and Hrafnkell Sigurdsson
In the luminous expanse of the gallery, evoking the grandeur of an observatory, there arises an ethereal rendezvous where the realms of inter space and reality intertwine, beckoning to the curious soul. Here, two virtuoso artists, Hrafnhildur Arnardóttir and Hrafnkell Sigurdsson, coalesce in a mesmerising dance of phenomenology and embodiment.
Arnardottir, weaving her magic with an object oriented ontology, brings forth masterpieces that echo the sacred and the animistic. Her works, bathed in the gentle beam of illumination, offer a tranquil transition between the tactile and the ethereal. They are the kinetic response to sensory data, a requiem for the unexpressed, resonating with the endlessness of our collective unconsciousness.
Adjacent to this, Sigurdsson's artistry takes us on a transit through time and dimension. His creations, reflecting the relativity of perception and the visceral nature of experience, capture moments of both catastrophic meltdown and pure joy. In his pieces, we sense the glitch in our matrix, the sizmistic shifts in our understanding, and the ebbs and flows of our frontal lobe. As our gaze meets these focal points, it's akin to an encounter with an alternate entity, a game changer that channels both the micro intricacies and the vastness of parallel universes.
The fusion of their talents serves as a prism, refracting not just light, but also thoughts, emotions, and an entire spectrum of experiences. Their artworks act as transitors, gateways into dimensions where particles of intuition dance with waves of emotion, allowing for telepathic-like connections and a sub-communication hinting at the infinite destination of understanding. With every piece, there's an evident force and energy, an ectoplasmic resonance that challenges our paradigms. The tranquil vortexes created offer moments of epiphany, as if we're on the precipice of a new frontier. It’s as though we're tethered by an umbilical link to the very core of the art, pulled into its warp, oscillating between the microscopic details and macroscopic vastness. Yet, this isn’t merely a subscription to an artistic vision. It’s a temporal transportal, a melding of materialized ideas and subconscious sensors, bridging the conscious to the para-conscious states. Such is the profundity that words like 'transcendence' and 'fluidity' seem almost elementary in their description. In this serene confluence, as we navigate the gallery, moments of intiumate connection and intense contemplation punctuate our journey. Art here is more than visual; it's an experience, a testament to the transformative power of collective genius. The amalgamation of Arnardottir's fluid forms and Sigurdsson's vast vistas elevates the viewer, ushering them into an odyssey that defies the finitude of mere existence. In culmination, this celestial alchemy stands as a beacon, a testament to the promise of art’s capability to redefine, recalibrate, and reimagine. One leaves not just with an impression but an imprint, a lasting resonance of having glimpsed the very edge of artistic immeasurabilty.
Site specific installation in Gryfja, Defrag Vortex, in collaboration with KURT UENALA.