ARNGRÍMUR OG MATTHÍAS
Vættatal
24.09 - 23.10 2022
Vættatal er samsýning Arngríms Sigurðssonar og Matthíasar Rúnars Sigurðssonar sem opnaði 24. September kl. 16:00
Á sýningunni voru til sýnis ný olíumálverk og höggmyndir sem listamennirnir hafa unnið að síðustu misseri. Þó að verkin séu ólík í útliti og efnistökum þá tengjast þau innbyrðis á þann hátt að í hverju þeirra kemur fyrir ímynduð vera, eða vættur. Saman mynda verkin því einskonar vættatal. Sumar verurnar minna á eitthvað kunnuglegt eins og kött eða letidýr en önnur eru óræð skoffín sem hafa fengið að skríða fram í rólegheitunum með pensilpoti eða juði fræsitannar.
Arngrímur Sigurðsson (f.1988) býr og starfar í Grímsnesi. Hann útskrifaðist með MFA frá New York Academy of Art árið 2019 og hefur síðan þá tekið þátt í sýningum í Þýskalandi og Bandaríkjunum, og nýlega í Listasafni Reykjavíkur. Þó verk Arngríms séu stílhrein má yfirleitt finna óhuggulegar verur innblásnar af fantasíu, ímyndun og gömlum bókmenntum í verkum hans.
Matthías Rúnar Sigurðsson (f. 1988) er myndhöggvari og gerir höggmyndir sínar úr stein. Hann hefur haldið sýningar m.a. í Safnasafninu og í Ásmundarsafni. Matthías hefur unnið að höggmyndum í garðinum fyrir utan Ásmundarsal síðan 2018 og kallast nýjasti steinninn Haustgríma.
Kraftgalli er tónlistarverkefni Arnljóts Sigurðssonar (f.1987) en hann býr og starfar í Reykjavík. Í grunninn gerir hann raftónlist en þar gætir stílbragða seiðandi framandleika jafnt sem danstónlistar. Að þessu tilefni hefur hann sett saman hljóðmynd úr gömlum fjögurra rása kassettuupptökum, með stemningsríku sveimi tónaljóða, vandlega tilhöggnum hljóðum og áferðarríkum hljómabreiðum.
Sýningin er styrkt af myndlistarsjóði.
Panthæon
24.09 - 23.10 2022
Panthæon is an exhibition by Arngrímur Sigurðsson and Matthías Rúnar Sigurðsson that opens on september 24th at 16:00.
The exhibition features new oil paintings and sculptures made by the artists in resent months. Although the works are different in appearance and content, they are interconnected in such a way that in each of them there is an imaginary being, or a creature. Together, the works therefore form a Panthæon. Some of the creatures resemble something familiar, such as a cat or a sloth, while other are nonsensical scoundrels who have come to life very slowly with a brush or a miller cutter.
Arngrímur Sigurðsson (b.1988) lives and works in Grímsnes, Iceland. In 2019 he graduated with an MFA from the New York Academy of Art. Since then he has exhibited his work in New York, Leipzig and recently at the Reykjavik Art Museum. Arngrímur’s work runs the gamut of styles, but his paintings usually feature visceral depictions of fantastical creatures and beings inspired by fantasy, the imagination and old literature.
Matthías Rúnar Sigurðsson (b. 1988) is a stone carver and sculptor from Reykjavík. He has exhibited his sculptures in places such as The Folk and Outsider Art Museum in Akureyri and The Reykjavik Art Museum. Matthías has carved stones in the garden outside Ásmundarsalur since it was opened in 2018, the newest one being Haustgríma (autumn night).
Kraftgalli is the music project of Reykjavík based musician Arnljótur Sigurðsson (b. 1987). His music zebra walks through styles ranging from tropical groove rides to hardcore dance music. For this occasion he has made a soundscape from his old 4 track cassette music adventures, featuring atmospherical explorations in sound and tonality, with carefully sculpted sounds and textures of synaesthetical qualities.
The exhibition is supported by the Icelandic Visual Art Fund.