TERTULIA

NORRÆNN MORGUNN
15.01 2023 kl 10.00

Dagana 13.–15. janúar lendir Tertulia í Reykjavík. Tertulia er tónlistar- og matarviðburður sem kemur frá New York þaðan sem viðburðirnir eru upprunnir. Þar fyllast veitingahús af tónlist og milli verka er borinn fram glæsilegur kvöldverður. 

Í Reykjavík bætir Tertulia um betur og býður líka upp á morgunviðburði með kaffi og með því ásamt kammertónleikum. Sunnudaginn 15. janúar kl 10.00 verður Norrænn morgunn í Ásmundarsal þar sem ilmandi kanelsnúður er borinn fram með góðu kaffi og á eftir fylgir norræn  kammertónlist frá 20. og 21. öld. 


Fram koma Lily Francis á fiðlu, Þórunn Ósk Marinósdóttir á víólu, Sæunn Þorsteinsdóttir á selló og James Austin Smith á óbó. Þau leika tónlist eftir Sibelius, Svein Lúðvík Björnsson og Anton Svanberg.

Miðasala á Norrænan morgunn í Ásmundarsal og aðra viðburði Tertulia Reykjavík fer fram á Tix.is