studio miklo

circulus
03.05.–11.06.23

Íslensk steinefni og jurtir eru bæði innblástur og efniviður ljósanna á sýningunni Circulus þar sem hönnuðirnir varpa nýstárlegu ljósi á nýtingu leirs og textíls. Til að draga úr sóun og efla hringrásar- hagkerfið eru bómullartrefjar úr ónothæfum textíl endurnýttir við gerð á vistvænum pappírsker- mum.

Samspil þess náttúrulega við það manngerða er útgangspunktur og notast er við andstæður til að draga fram áhugaverða ásýnd; hart á móti mjúku, gróft á móti fíngerðu, létt á móti þungu. Þyngdar aflinu er ögrað og leirnum veittur léttleiki með því að lyfta honum af yfirborðinu. Afraksturinn eru skúlptúrar sem færðir eru í átt að praktík þegar þriðja miðlinum, rafmagni, er bætt við jöfnuna. Mörkin milli listar og hönnunar verða þar að leiðandi óskýr og renna í raun saman.

STUDIO MIKLO er hönnunarteymi stofnað árið 2021 af hönnuðunum Helgu Björk Ottósdóttur og Hjördísi Gestsdóttur. Studio Miklo vinnur á mörkum myndlistar og hönnunar og er ferlinu leyft að ráða ferðinni á milli mismunandi efnisheima hverju sinni. Helga Björk Ottósdóttir útskrifaðist með BA gráðu í textíl frá Glasgow School of Art 2017. Hjördís Gestsdóttir útskrifaðist með BA gráðu í fa- tahönnun frá Listaháskóla Íslands 2011. Báðar luku þær diplómanámi í textíl frá Myndlistaskólanum í Reykjavík 2016. Nánar á studiomiklo.is

Icelandic minerals and herbs serve as both the inspiration and material used for the lamps in the ex- hibtion. Studio Miklo works with the interaction between different media that shed innovative vision on the use of clay and textils. The eco-friendly lamp shades are made from cotton fibers extracted from unusable textiles in order to promote the circular economy and minimize waste.

The interplay between man-made and natural plays an important role; hard versus soft, rough ver- sus delicate, light versus heavy. The force of gravity is challenged, causing the clay to be elevated from the surface and resulting in sculptures that move closer towards functionality with the incor- poration of a third element, electricity. As a result, the boundaries between art and design become blurred and actually merge.

STUDIO MIKLO is a design team founded in 2021 by designers Helga Björk Ottósdóttur and Hjördísi Gestsdóttir. Studio Miklo works on the border between visual art and design. Helga Björk gradu- ated with a BA in textiles from the Glasgow School of Art in 2017. Hjördís graduated with a BA in fashion design from the Iceland Academy of the Arts in 2011. Both completed a diploma in textiles from the Reykjavík School of Visual Art in 2016. For more information visit studiomiklo.is.