SÓTTQUEEN
POSTPRENT
Fordæmalaus sýning um fordæmalausa tíma.
Þann 24. mars setti prentverkakollektívið POSTPRENT frá sér eftirfarandi auglýsingu:
„Á þessum FORDÆMALAUSU tímum langar okkur hjá POSTPRENT að sjá hverskonar list verður til á tímum sóttkvíar og samkomubanns. Sýnið okkur hvað þið eruð að fást við með því að senda okkur teikningu/ljósmynd/grafík sem við birtum svo hérna á Instagram. Eina reglan er að þetta tengist ástandinu undanfarnar vikur á einhvern hátt.“
Á annað hundrað verka bárust en á þessari sýningu getur að líta úrval þeirra. Verkin, sem spanna tveggja mánaða tímabil, eru fjölbreytt og spegla hvert á sinn hátt sálarástand og stemmningu síðustu misserin.
Sýningin er sniðin eftir þeim takmörkunum sem við þurftum að innleiða í kjölfar ástandsins, þar sem tveggja metra reglan er í hávegum höfð og mikið er lagt upp úr því að tryggja öryggi sýningargesta.
Sjá nánar á www.postprent.is
SÓTTQUEEN
POSTPRENT
An UNPRECEDENTED exhibition from UNPRECEDENTED times.
“In these UNPRECEDENTED times we at POSTPRENT want to see what sort of art emerges from quarantines and social distancing. Show us what you are up to by sending us drawings/photographs/graphic. The only rule is that it has to be in someway related to the situation in the last few weeks.”
This open call by POSTPRENT began on the 24th of March. In this exhibition you will see some of the best works from the 200 submissions received.
See more at www.postprent.is