SMÁSPEKI
Katrín Ólína Pétursdóttir, hönnuður & Sigríður Þorgeirsdóttir, heimspekingur
MINISOPHY/SMÁSPEKI er blanda vísinda, lista, hönnunar, tækni, samfélags/umhverfis og samskipta. MINISOPHY/SMÁSPEKI er heimspeki litlu hlutanna. Öll fyrirbæri geta haft heimspekilega vídd sama hversu hversdagsleg og fábreytt þau virðast í fyrstu. Það er hægt að mínísófera um allt sem snertir við okkur eða kemur við kvikuna á okkur. Öll getum við verið smáspekingar!
Hér er gengið inn í heimspekilega vídd hversdagsins, þar sem litlir hlutir eru teknir úr sínu hefðbundna samhengi og virtir að verðleikum. Hlutir geta hreyft við okkur og vísað út fyrir sig. Myndefni í sýningarrýminu sem virðist í fyrstu ekki vera annað en tilviljanakenndar glefsur úr hversdeginum á borð við brauðsneið eða gúmmíhanska en allt getur verið smáspekilegur efniviður. Klukkur eru tilefni til að hugsa um tímann. Eyrað gerir okkur meðvituð um hvernig við hlustum á okkur sjálf og aðra. Hvernig við drögum andann eða klöppum kettinum okkar er ekki bara einstakt. Upplifun okkar af því getur líka sagt eitthvað almennt um heiminn. Heimurinn stækkar við að veita hinu smáa eftirtekt, bæði litlu hlutunum í umhverfinu og hversdagslegum athöfnum. Hver einasta mannvera hefur einstakt sjónarhorn á heiminn og hefur eitthvað sérstakt fram að færa.
Aðferðafræði smáspekilegrar hugsunar byggir á rannsóknum á líkamlegri gagnrýninni hugsun (www.ect.hi.is) og fræðum um samband mynd- og talmáls.
Á bak við MINISOPHY/SMÁSPEKI standa Katrín Ólína Pétursdóttir, hönnuður og Sigríður Þorgeirsdóttir, heimspekingur. MINISOPHY/SMÁSPEKI er miðlað með vefriti (www.minisophy.com), og dreift á Facebook og Instagram. Í tengslum við sýninguna verða drög að MINISOPHY-smáforriti kynnt sem hafa verið í þróun undanfarna mánuði. María Elísabet Bragadóttir, rithöfundur, Vikram Pradhan, vefhönnuður, og Luke Jaanist, listamaður/heimspekingur, hafa unnið með Katrínu Ólínu og Sigríði að undirbúningi sýningarinnar.
Í tengslum við sýninguna verður fjölbreytileg viðburðadagskrá um smáspekileg efni sýningarinnar. Sjá https://www.facebook.com/minisophy.smaspeki/
MINISOPHY þakkar öllum sem stutt hafa verkefnið, þ.á.m. Nýsköpunarsjóði námsmanna, Hönnunarsjóði og Rannsóknasjóði Hugvísindasviðs HÍ. Einnig fær Gunnar Vilhjálmsson (Universal Thirst) þakkir fyrir leturgerð.
MINISOPHY
Katrín Ólína Pétursdóttir, designer & Sigríður Þorgeirsdóttir, philosopher
MINISOPHY combines science, arts, design, technology, society/environment and communications. MINISOPHY is miniature philosophy of little things. All things can have a philosophical dimension, regardless of how insignificant or mundane they may seem at first sight. It is possible to minisophize about anything that affects or touches us. We can all be minisophers.
In this exhibition you enter the philosophical dimensions of the everyday – little things are taken beyond their normal contexts and observed for what they are. Visual imagery that can seem merely a coincidental part of everyday life – a slice of bread or hands in rubber gloves – is minisophical food for thought. How we interact with clocks is an opportunity to reflect time. The ear makes us aware of how we listen to ourselves and others. The way we breathe or even how we pet our cat is not only unique, but can say something more general about the world than we might initially believe.The world becomes bigger by observing and experiencing the little things around us and in everyday activities. Everyone has a unique perspective and has something significant to offer.
The methodology of minisophical thinking is based on research into embodied thinking (www.ect.hi.is) and studies on the relation of visual and verbal expression.
MINISOPHY is created by Katrín Ólína, designer, and Sigríður Þorgeirsdóttir, philosopher.
MINISOPHY introduces a new topic biweekly in a web journal that is distributed in segments several times a week on Facebook and Instagram. Past editions of MINISOPHY can be found on its website: www.minisophy.com. A Minisophy-App is now being developed. María Elísabet Bragadóttir, author, Vikram Pradhan, web designer, and Luke Jaaniste, artist/philosopher, have worked with Katrín Ólína and Sigríður preparing this exhibition.
In conjunction with the exhibition there will be a program on minisophical topics of the exhibition. See: https://www.facebook.com/minisophy.smaspeki/