SKJÓTA
ÓPERA

02.06 – 16.06.24

Skjóta er ný íslensk ópera eftir Sigrúnu Gyðu Sveinsdóttur sem verður frumflutt í Ásmundarsal þann 7. júní, frá 2. júní verður hægt að ganga inní sviðsmynd verksins og skoða innsetningu, leikmynd og búninga nánar. Óperuverkið er sannkallað tónlistarferðalag þar sem nýklassískum söng og krafmikilli danstónlist er fenginn staður í einu og sama sviðsverki. Óperan er á flutt á ensku, því að lokinni frumsýningu mun verkið ferðast um Evrópu, en sýningin verður íslenskuð. Verkið er 90 mín með 15 mín hléi og höfðar til allra aldurshópa, og þá sérstaklega nýrrar kynslóðar óperuunnenda.

Óperan fjallar um fótbolta og loftslagsbreytingar og hvernig hálfleikur í fótbolta getur verið myndlíking fyrir afmarkaðan tíma, til ákvarðanatöku, í loftslagsmálum. Verkið skoðar hvernig fótboltamenning getur veitt innblástur fyrir samstöðu fjöldans í loftslagsmálum og hvort hægt sé að snúa stöðunni við, án þess að finna fyrir hræðslu um að gera mistök (og þ.a.l. mistakast að skapa mannkyninu framtíð). Geta einstaklingar raunverulega haft áhrif á tímum loftslagshörmunga? Skjóta notar frásagnaraðferð óperunnar til að fjalla um skemmtanagildi fótboltamenningar; félagslegt gildi, tilfinningahrif og vinsældir, með því að bera fótboltaleik saman við lífsskeið manneskjunnar. Sögð er saga leikmanns sem ákveður að helga líf sitt loftslagsbaráttu.

Sigrún Gyða Sveinsdóttir myndlistarmaður fer fyrir gjörninga og sviðslistahópnum TTS eða Tvöföldum túrbó í sælunni en hópurinn samanstendur af ólíkum einstaklingum á sviði leikhúss, myndlistar, tónlistar, hönnunar og loftslagsfræða svo eitthvað sé nefnt. Í verkum sínum dregur Sigrún upp myndir af samtímanum og færir í myndræn form í gegnum sterkar samfélagslegar andstæður. Verk hennar eru oftar en ekki í formi frásagna eða skáldskapar sem fjalla um kerfisbundið eftirlit, valdaskiptingu og virði manneskjunnar. Þannig vísa þau í pólitísk viðfangsefni í samfélaginu í gegnum dægurmenningu og íþróttir. Verk Sigrúnar liggja á mörkum myndlistar, klassískra tónsmíða og spuna þar sem hún nýtir röddina sem sinn helsta miðil. Undanfarin ár hefur Sigrún staðið fyrir og tekið þátt í fjölda gjörninga- og óperuverkefna eftir sig og aðra, mest í Hollandi en líka m.a. í Svíþjóð, Bretlandi og Þýskalandi.





 
 
 

The Performance Opera Skjóta takes over Ásmundarsalur, from June 2nd - June 16th. On June 7th, 8th, 14th and 15th the Opera will be performed and tickets are available HERE. Between performances guest can visit during museum hours, to get a closer look at the installation, costumes and production design.

The Opera Skjóta explores football culture and climate change and how a halftime in football can serve as a metaphor for pivotal decision-making, in regards to climate change. Can individuals really make an impact in times of a climate catastrophe? Skjóta asks if football culture can inspire mass solidarity on climate issues and if it is possible to turn the situation around without feeling the fear of making mistakes (i.e. failing to create a future for humanity). The performance uses the narrative method of opera to discuss the entertainment value of football culture; social values, emotional appeal and popularity, by comparing a football match to a person's life. The story of a player who decides to dedicate her life to climate action is told.

The visual artist Sigrún Gyða Sveinsdóttir leads the performance group TTS or Tvöfaldur túrbó í sælunni (meaning: a 2x UV TURBO Bliss). The group consists of different individuals in the fields of visual arts, music, theatre, design and climate studies to name a few. In her works, Sigrún draws visual imagery of the present day and brings them to understanding through strong social contrasts. Her works are often in the form of narratives or fiction that deal with systematic control, the distribution of power and body labour and refer to political issues in society through  popular culture and sports. Sigrún's work straddles the border between visual art, classical compositions and improvisation where she uses her voice as her main medium. In recent years, Sigrún has participated in a number of performance and opera projects by herself and others, mostly in the Netherlands, but also in Sweden, the UK and Germany.

FLYTJENDUR /
With

Sópran / Soprano
Vera Hjördís Matsdóttir

Messósópran / Mezzo soprano
Kristín Sveinsdóttir

Sópran, fiðla / Soprano, violin
Sigrún Gyða Sveinsdóttir

Raftónlist / Electronic music
Baldur Hjörleifsson

Fiðla / Violin
Helga R. Óskarsdóttir

Víóla / Viola
Anna Elísabet Sigurðardóttir

Selló / Cello
Júlía Mogensen

Kontrabassi / Double bass 
Snorri Skúlason

LISTRÆNIR STJÓRNENDUR /
KEY CREATIVES

Hugmynd og texti / Concept and libretto
Sigrún Gyða Sveinsdóttir

Leikstjórn / Direction
Snæfríður Sól Gunnarsdóttir og Sigrún Gyða Sveinsdóttir

Tónlist / Music
Sigrún Gyða Sveinsdóttir og Baldur Hjörleifsson

Búningar / Costumes
Mirjam v. Mengershausen

Innsetning / Installation
Sigrún Gyða Sveinsdóttir 

AÐRIR AÐSTANDENDUR /
CREDITS

Kynningarmyndir og vídeó / Promotional photographs and videos
Alda Valentína Rós

Aðstoðarmaður leikstjóra / Director’s Assistant
Katrín Lóa Hafsteinsdóttir

Leikmyndasmíði / Set buildup
Alexander Hugo Gunnarsson

Þýðing á texta / Libretto translation
Hrund Ólafsdóttir og Árni Hjartarson

Textíl framleiðandi / Textile manufacturer
Knitwear lab

Vélprjónsforritari / Knitwear programmer
Guðjón Andri Þorvarðarson

Ráð varðandi fótboltamenningu / Advice on football culture
Hildur Björg Kristjánsdóttir, Omar Martina

Ráð um loftslagsmál og fótbolta / Advice on climate change and football
Brynjar Freyr Eggertsson

Ráð um sjálfbærni í leikhúsuppfærslum / Advice on Theater Production Sustainability
Goos van den Berg

Markaðssetning / Marketing
Heiðdís Birta Jónsdóttir Thompson

Framleiðsla / Production
TTS, Sigrún Gyða Sveinsdóttir

Meðframleiðsla / Co-Production
Ásmundarsalur

Verkefnið er styrkt af / With the support of
Sviðslistasjóður (Iceland Performance Arts Fund), Mondriaan Funds, Creative Industries Funds NL

Verkefnið hefur fengið aðstoð frá / With the help of
Ásmundarsalur, Listasafn Reykjavíkur, KR, Barnakórinn við Tjörnina, Blast Theory, Hybrida, Jennifer Amann, Knitwear Lab, Sveinn Harðarson, Ása Hlín Svavarsdóttir, Gunnar Bjarki, Ástrós Steingrímsdóttir, Ásthildur Hanna Ólafsdóttir.