VINNUSTOFA
/ OPEN STUDIO

MEET THE ARTIST
AT GRYFJAN

SHELLREADER

THOMAS PAUSZ

Í vinnustofu sinni i í Gryfju mun Thomas Pausz þróa nýjar aðferðir sem sameina skoðun á formum sem finnast í lífríkinu og formum stafrænnar miðlunar.

Verkefnið Shellreader gerist í skálduðum veruleika í náinni framtíð þar sem vistfræði hefur verið bönnuð. Til að varðveita þessa þekkingu leitast lítil samfélagssamsteypa, svokallaðir „skeljalestarar“, við að dulkóða lykiltexta og rödd vistfræðinnar í skeljalíka gripi, svo hægt verði að miðla þeim til komandi kynslóða.

Verkefnið byggir á ítarlegri rannsókn Pausz á vexti og mynstri sjávarskelja, þar sem vísindamenn lesa forsögu loftslagsins og öldungar (shamans) spá fyrir um framtíð. Pausz dregur ljóðræna tengingu milli hægs vaxtar skelja og varðveislu mannlegrar þekkingar. Í Gryfjunni mun hann bjóða gestum að sjá efnislegar og stafrænar tilraunir sínar, og standa fyrir sýningum og umræðum í tengslum við rannsókn sína.


[ENGLISH]

OPEN STUDIO
AT GRYFJAN

THOMAS PAUSZ

For his Open Studio at Ásmundarsalur Gryfjan, Thomas Pausz will develop new processes combining observation of life forms and digital media. 

The project Shellreader is a fictional scenario, set in a near future where ecology has been censored. To preserve this knowledge, a small community of Shellreaders endeavours to encode key texts and voices of ecology into shell-like artefacts, so they can be passed on to the next generations. 

The project originates in Pausz´s extensive research on the growth patterns of seashells, in which scientists can read the history of climate, and shamans of the shores can predict the future. Pausz makes a poetic link between the slow growth of shells and the archiving of human knowledge. During the residency time in Gryfjan, Thomas will open his material and digital experiments to the public and organise screenings and discussions around the project with guests.