SÝNING
/ EXHIBITION

HITTU HÖNNUÐ,
- ALLA DAGA FRÁ Kl. 12-16

LJÓSTILLÍFUN

BRYNDÍS BOLLADÓTTIR

Hvernig mótar hljóð rými? Hvernig hefur ljós áhrif á líðan? Í verkum Bryndísar Bolladóttur renna þessi grundvallarþættir saman í upplifun sem umbreytir rýminu og dregur fram ósýnileg tengsl á milli efnis, umhverfis og skynjunar.

Sýningin Ljóstillífun er uppskeruhátíð mikillar þróunarvinnu sem byggir á rannsóknum Bryndísar á hljóðvist og upplifun rýma. Hún vinnur með arkitektúr sem lífrænt kerfi þar sem samspil ljóss og hljóðs ræður för. Í verkunum endurspeglast áhersla á vellíðan – hvernig rými getur bætt líðan okkar, dregið úr áreiti og skapað jafnvægi.

„Ég vil að gestir finni til samhljóms og jarðtengingar, og með náttúruskýrskotunum vil ég veita vellíðan og andlegt súrefni.“ segir Bryndís.

Á sýningunni verða nýjustu verk BryndísarTÝRA frumsýnd, sem saman mynda eina stórtæka staðbundna innsetningu. Innsetningin er unnnin úr mörgum handgerðum hljóð- og ljóspanelum sem skapa marglaga upplifun.  Á sýningunni fá gestir að upplifa rými  – þar sem hljóð og ljós ekki einungis móta rýmið heldur stuðla að jafnvægi og vellíðan þeirra sem þar dvelja. 

Með Ljóstillífun býður Bryndís Bolladóttir okkur að skynja arkitektúr á nýjan hátt – sem samtal á milli rýmis og líkama, hljóðs og ljóss, efnis og andrúmslofts.


[ENGLISH]

MEET THE DESIGNER,
– EVERY DAY FROM 12-16 

PHOTOSYNTHESIS

BRYNDÍS BOLLADÓTTIR

How does sound shape a space? How does light affect our well-being? In Bryndís Bolladóttir’s work, these fundamental elements merge into an experience that transforms the space and reveals invisible connections between material, environment, and perception.

The exhibition Photosynthesis is the culmination of an extensive development process based on Bryndís’s research into acoustics and spatial perception. She approaches architecture as a living system where the interplay of light and sound takes center stage. Her works emphasize well-being—how space can enhance our mood, reduce sensory overload, and create balance.

“I want visitors to feel harmony and grounding, and through references to nature, I aim to foster well-being and provide mental oxygen,” says Bryndís.

At the exhibition, her latest body of work, TYRA, will be premiered in a large-scale site-specific installation. The installation consists of numerous handcrafted sound and light panels that create a multi-layered experience. TYRA is being shown in Iceland for the first time, inviting visitors to experience space where sound and light not only shape the environment but also contribute to balance and well-being.

With Photosynthesis, Bryndís Bolladóttir invites us to perceive architecture in a new way—as a dialogue between space and body, sound and light, material and atmosphere.