JÓN HELGI

Og svo kemur sólin
10.11 - 20.11 2022



Það er skýjað, þoka, súld. Umhverfið er grátt og rennur saman í eitt. Og svo kemur sólin. Umhverfið skerpist, lifnar við og dýpkar.

Sýningin Og svo kemur sólin er önnur einkasýning á vegghengdum listaverkum eftir Jón Helga Hólmgeirsson en þar vinnur hann með samspil sólarljóss og skugga. Á sýningunni fangar hann fagurfræðina í nærumhverfi okkar en myndirnar eru skornar beint í rammagler verkanna. Án sólar eða ljóss sést ekkert í rammanum, rétt eins og í þoku, en þegar það rofar til birtist mynd inni í rammanum. Verkin haga sér mismunandi eftir magni ljóss í rými en lifna fyrst við þegar sólin leikur um þau, þar sem þau hreyfast í takt við sólarganginn. Verkin eru unnin upp úr ljósmyndum sem Jón Helgi hefur tekið víðsvegar um landið. Myndunum er umbreytt í línuteikningar á stafrænu formi sem síðan eru sendar í gegnum tölvustýrðan fræsara sem sker verkin út í gler með demantshníf.


“Hugmyndina fékk ég þegar ég sá ryk á listaverki í stofunni hjá mér sem varpaði skugga inn í rammann á því. Ég ákvað að prófa að skera í gler og sjá hvort það myndi hafa sömu áhrif. Eftir tilraunir með mismunandi bakgrunna og fjarlægð þeirra frá glerinu fann ég milliveg sem skapar þetta þokukennda ástand verksins þegar það er skýjað en skýra mynd þegar sólin skín. Viðfangesefni myndanna eru því hlutir og form úr nærumhverfinu sem birtast, skýrast og skerpast þegar sólin lætur sjá sig.”

Jón Helgi Hólmgeirsson er menntaður vöruhönnuður frá Listaháskóla Íslands og samspilshönnuður (e. interaction design) frá Háskólanum í Malmö. Frá útskrift hefur hann komið að fjölda hönnunarverkefna, t.a.m. fyrir IKEA og FÓLK Reykjavík en hefur síðan árið 2015 gegnt stöðu yfirhönnuðar hjá íslenska tónlistartæknifyrirtækinu Genki Instruments. Verk hans hafa birst í fjölmörgum miðlum og verk hans verið sýnd á hönnunarhátíðum víða um heim. Þá hefur hann hlotið virt hönnunarverðlaun á borð við Red Dot Design Awards og Hönnunarverðlaun Íslands. Árið 2020 hélt hann sína fyrstu einkasýningu á prentverkum á kaffihúsinu í Ásmundarsal undir heitinu ‘Mikilvægar ítranir’ þar sem hann lagði fram endurbætur á hinni íslensku orðabók vegna breyttra aðstæðna í heiminum. Nú fetar hann nýja slóð en á sýningunni ‘Og svo kemur sólin’ nýtir hann þekkingu og reynslu sína úr heimi vöruhönnunar við gerð verkanna.


JUST ADD SUN
10.11 - 20.11 2022

It’s cloudy, foggy, drizzling. The surroundings are gray and seem to merge into one. Just add sun. And the surroundings sharpen, burst to life and gain depth.

Just add sun is Jón Helgi Hólmgeirsson’s second solo exhibition showcasing new artwork, now focusing on the interaction between sunlight and shadow. At the exhibition he captures the aesthetics of our surroundings which are cut straight into the glass of the frame. Without sun or light there is nothing to see in the frame, similar to when it’s foggy, but when the skies clear a drawing shows up inside the frame. The artwork’s behavior varies based on the quantity of light in the room but fully bursts to life when sun hits the glass, as the drawings move within the frame in correlation to the sun’s path in the sky. The drawings are created from photographs Jón Helgi has captured around Iceland. The photos are transformed to digital line drawings which are then sent through a CNC machine which cuts the drawings into glass with a diamond cutter.

“I got the idea when I saw dust on a frame’s glass in my living room which created a shadow inside the frame. I decided to try to cut into glass and see if I’d get similar results. After numerous experiments with various types of glasses, background color and materials and their distance from the glass I got an outcome that created this fog-like result when it’s cloudy and a clear drawing when the sun comes out. The artwork’s subjects are therefore objects and shapes from our surroundings which appear, sharpen and gain depth when the sun comes out.”

Jón Helgi Hólmgeirsson graduated from the Icelandic Academy of the Arts in 2012 with a bachelor degree in Product Design, followed by a masters degree in Interaction Design in 2015 from Malmö University. Since graduation he’s worked for clients such as IKEA and FÓLK Reykjavík as well as being the Head of Design at the icelandic music-tech company Genki Instruments. His works have been published in multiple magazines and books and showcased at design exhibitions around the world. In addition he’s received numerous awards such as the Red Dot Design Awards and the Icelandic Design Awards. In 2020 he held his first solo exhibition showcasing printed artwork at Ásmundarsalur’s coffee house by the name ‘Important iterations’ where he suggested upgrading the Icelandic dictionary due to the pandemic. With ‘Just add sun’ he goes in a new direction where he uses his knowledge and experience from the world of product design in the creation of the artwork.

Fimmtudaginn 10.nóvember milli kl17:00 - 19:00 verður sýningaropnun á „Og svo kemur sólin“ eftir Jón Helga Hólmgeirsson