_I3A4442.jpg

Hljóðmynd

Sigtryggur Bjarni Baldvinsson og Ólöf Sigursveinsdóttir

Hljóðmynd er samstarfsverkefni Sigtryggs Bjarna Baldvinssonar myndlistarmanns og Ólafar Sigursveinsdóttur sellóleikara.

Viðfangsefni listamannanna er sjötta sellósvíta Bachs sem er eitt af lykilverkum tónbókmenntanna. Ólöf hefur látið langþráðan draum um að æfa upp þetta verk til flutnings.

Sigtryggur gerir tilraun til að túlka verk Bachs í málverki. Útkoman er þrívítt málverk í um 46 hlutum þar sem Sigtryggur dregur fram liti Bachs úr svítunni og gefur þeim form.

Sýningin stendur yfir helgina 19. -21. febrúar, en á þeim tíma verða tveir tónleikar þar sem gestum gefst tækifæri til þessa að hlusta á Ólöfu flytja sjöttu svítuna og horfa á verk Sigtryggs samtímis í Ásmundarsal.

TÓNLEIKAR

Föstudaginn 19. febrúar | kl.20:30

Sunnudaginn 21. febrúar | kl.18:00

Aðgangur er ókeypis en vegna fjöldatakmarkanna eru gestir beðnir um panta sér miða fyrirfram.

NÁNAR UM SÝNINGUNA

„Sjötta svítan eftir Bach er eitt mest krefjandi einleiksverk tónbókmenntanna og er skrifuð upphaflega fyrir fimm strengja selló. Fimm strengja sellóið var þó skammlíft í sögunni og svítan er ýmist flutt í dag á fjögurra eða fimm strengja selló.

Sellósvíturnar sex að tölu hafa vakið upp leyndardómsfullar spurningar því ekkert upprunahandrit hefur fundist.

Sjötta sellósvítan kórónar svítusafnið svo um munar: Allir kaflar hennar eru í björtum D-dúr og geislar tónsmíðin af saklausri gleði en einnig dýpt hljóma og sérlegri ástríðu. Ólöf Sigursveinsdóttir flytur svítuna á fjögurra strengja selló. Þar neitar einleikarinn sér um efsta strenginn E sem gerir sérstakar kröfur til flytjandans.

Í dag er sjötta svítan og tónlist Bachs innblástur tónlistarmanna, tónfræðinga, myndlistarmanna og áhugafólks. Tónlist Bachs er einsog endurnýjunarkraftur tímanna og eilífur friðarboðskapur“.

Sigtryggur hefur lengi haft áhuga á tengslum tónlistar og lita. Að mörgu leyti skynjum við liti og tóna á sambærilegann hátt og ber sameiginlegur orðaforði tónlistar og litafræði þess merki. Talað er um liti og litbrigði í tónlist og tóna í litum, litatóna.

Um árabil hefur Sigtryggur í tilaunakenndri litafræðikennslu við Sjónlistadeild Myndlistaskólans í Reykjavík fengið nemendur til að tengja tónlist og liti saman. Nemendur hafa hlustað á tónlist og dregið upp úr henni þá liti sem kvikna við hlustunina.

Hugmyndin Hljóðmynd-Sjötta svítan varð til í samtali milli Sigtryggs og Ólafar þar sem gagkvæm aðdáun á verkum Bachs kom fram.

Vinnuaðferð Sigtryggs er sú að hann hlustar endurtekið á verkið, einn kafla í einu og dregur upp úr verkinu þá liti sem hann „heyrir“. Hann finnur litina með „litaveiðara“ í Photohshop foritinu og setur niður í ákveðið kerfi randa. Litina blandar hann svo og málar á renninga eða stangir 220cm háar og 3-12 cm breiðar. Við litblöndunina kemur áratugalöng reynsla Sigtryggs sem naturalísk málara sér vel. Stangirnar sem eru 46 talsins mynda eina heild sem þrívítt málverk, þar sem allar hliðar eru málaðar í tónum Bachs.

Á viðburðinum Hljóðmynd-Sjötta svítan gefst óvenjulegt tækifæri til þess að upplifa sama verkið í ólíkum miðlum samtímis og gefur tilefni til íhugunar um sambærilegt eðli lita og tóna og muninn á túlkun og sköpun listum.

Bach samdi tónlistina sem hljómar í túlkun Ólafar snemma á átjándu öld en hvor er höfundur málverksins, Bach eða Sigtryggur?

The sixth Suite-Audio Image

Sigtryggur Bjarni Baldvinsson and Ólöf Sigursveinsdóttir

“The sixth Suite-Audio Image” is a collaboration project that displays Bach’s Sixth cello suite in two different forms.

To perform The Sixth Suite has been Ólöf Sigursveinsdóttir´s long-awaited dream since the work is considered to be among the most profound cello music ever written.

Baldvinsson´s interest in the connection between colours and music goes back many years. Our perception of tones and colours are in many ways comparable and the vocabulary of colour theory much used to describe music. We talk about colours in music and tones of colours.

In his experimental colour theory classes at Reykjavik Art School, Baldvinsson has pointed out the kinship of tones and colours and his students have made projects based on this connection.

The concept of „The sixth Suite-Audio Image“ was born in a conversation between Sigursveinsdóttir and Baldvinsson after a concert in Baldvinssons studio were their mutual admiration of Bach´s music was the subject.

Baldvinsson's working method is as follows: He listens repeatedly and thoroughly at one movement from the suite at a time, visualizes the colours he “hears” and finds them with a colour picker in Photoshop.

Then he organizes the digital colours in a system of stripes. At last, he blends the colours in acrylics, using his skill as a naturalistic painter. Then he paints 46 poles made of wood 210 cm high and 3-12cm wide one colour on each side. Together the painted poles form a three-dimensional painting.

The event “The Sixth Suite-Audio Image” gives a unique opportunity to watch and listen to the same piece of art, in a altogether different form simultaneously. The event gives reason to speculations about the kinship of tones and colours and brings up questions about the different nature of creation and interpretation.

Bach is the author of the music we hear in the interpretation of Sigursveinsdóttir but whose is the painting, is it Baldvinsson´s or Bach´s?

During the exhibition there will be a live performance by Ólöf Sigursveinsdóttir.

Due to covid restrictions guests have to order tickets online at asmundarsalur.is, the tickets are for free and will be available on Monday 15th at 12:00.