Mikilvægar Ítranir
Jón Helgi Hólmgeirsson
Mikilvægar Ítranir — uppfærsla á hinni íslensku orðabók.
Sýningin ‘Mikilvægar Ítranir’ tekur saman safn orða sem komust í óvenju mikla umferð um mánaðarmótin mars/apríl árið 2020. Orð sem mörg höfðu varla heyrst áður á vörum landsmanna og önnur sem verða aldrei aftur söm. Á sýningunni eru lagðar fram tillögur að nýjum merkingum þessara orða. Merkingar þessar þykja betur til þess fallnar að lýsa því ástandi sem nú ríður yfir og þeim tímum sem eru yfirvofandi. Lagt er til að við gott tækifæri verði hin íslenska orðabók uppfærð í samræmi við tillögur þessar.
Verkin í seríunni ‘Mikilvægar Ítranir’ urðu til við opið kall frá prentverkakollektívinu POSTPRENT, eftir list sem varð til á tímum sóttkvíar og samkomubanns.
‘Mikilvægar Ítranir’ er fyrsta sýning á prentverkum eftir hönnuðinn Jón Helga Hólmgeirsson.
P.S. ítrun (e. iteration): tökuorð, endurtekning með lagfæringu, endurbæting, sbr. mikilvægar endurbætingar.
Sjá nánar á www.jonhelgi.com
IMPORTANT ITERATIONS
Jón Helgi Hólmgeirsson
Mikilvægar Ítranir - upgrade to the Icelandic dictionary.
The exhibition ‘Mikilvægar Ítranir’ or ‘Important iterations’ gathers words that from the end of Mars until the beginning of April of 2020 got in unusually heavy rotation in Iceland. Words that hadn’t been used a lot before the pandemic occurred and others that now have a totally different meaning. The exhibition showcases propositions for new and improved meanings of these words. Meanings that are better suited as descriptions for the times that are ahead. It is proposed that the Icelandic dictionary will be upgraded according to these works.
The artworks in the series ‘Mikilvægar Ítranir’ were created for an open call made by POSTPRENT, that called for art made during the pandemic.
‘Mikilvægar Ítranir’ is the first exhibition of printed artworks by the designer Jón Helgi Hólmgeirsson.
See more at www.jonhelgi.com