LJÓSMYNDAHÁTÍÐ ÍSLANDS: LOFTÞÉTT
15. JAN 2022 - 30. JAN 2022
KLÆNGUR GUNNARSSON & HRAFN HÓLMFRÍÐARSON JÓNSSON
Hversdagsleikinn býður, að því er virðist, upp á óendanlega möguleika til athafna - eða það hefur í það minnsta verið frásagnaform samfélags okkar í lengri tíma. Í raun og veru eru það takmarkanir sem mynda skapalón daglegs líf og á hverjum degi reynum við að finna aðferðir til að ráfa um innan þessa takmarkana. Þessar aðferðir geta verið einfaldar, til dæmis að dást að sólsetri eða skýjum á himni - eða þá eitthvað stórbrotið líkt og skíðastökk.
Laugardaginn 15. janúar opnar sýningin Loftþétt í Ásmundarsal. Að sýningunni standa Klængur Gunnarsson og Hrafn Hólmfríðarson Jónsson (Krummi). Í verkum sínum takast listamennirnir á við hversdagslega tilburði, fyrirbæri og staði. Sýningin veltir fyrir sér lágstemdum möguleikum í hversdagsleikanum og hátíðlegum áformum um uppbrot hans.
Í vinnuferli sínu veitir Hrafn sínu nánasta umhverfi sérstaka athygli. Fyrir sýninguna vinnur hann með vistarverur sínar og þær líkamlegu takmarkanir sem hann glímir við sem afleiðingu af heilablóðfalli sem hann varð fyrir á táningsaldri. Í verkum sínum veltir Klængur fyrir sér hversdagslegum leiða og möguleikum manneskjunar til að rétta leiðann af - bæði frá degi til dags og við dagamun.
Sýningin er á dagskrá Ljósmyndahátíðar Íslands og er opin frá 15.1 - 30.1 2022.
www.tipf.is
www.klaengur.org
www.krummijons.com
Icelandic Photo Festival: Airtight
15. JAN 2022 - 30. JAN 2022
KLÆNGUR GUNNARSSON & HRAFN HÓLMFRÍÐARSON JÓNSSON
There are infinite ways of how we go about our lives, or at least that has been the narrative of our societies for some time. In reality, we are always limited by something and it is within these limitations we go about our everyday lives. Every day we attempt to reach an agreement on how we meander within these limitations. These attempts can be simple - such as admiring a sunset or cloudscapes - or spectacular, such as flying in the air on skis.
On Saturday the 15th of January, the exhibition Airtight opens at Ásmundarsalur. The exhibition ponders on the subtle and perhaps elusive possibilities in everyday life, as well as the more festive and striking ways of retreating from it.
For this exhibition, Hrafn Hólmfríðarson Jónsson (Krummi) pays attention to his habitat and the physical restrictions and limitations he deals with as an aftermath of a stroke he endured as a teenager. In his work for Airtight, Klængur Gunnarsson contemplates unremarkable day-to-day boredom and the different avenues of how to deal with it.
The exhibition is a part of the Icelandic Photo Festival and is open in Ásmundarsalur from the 15.1 - 30.1 2022.