LÍFFÆRIN
LÍFfærin er sýning nýrra glerlíffæra í Ásmundarsal. Sýningin er unnin í samstarfi Ásmundarsalar og Corning Museum of Glass, Siggu Heimis, Gagarín og fleiri listamanna sem sjálfir hafa gefið líffæri og þegið og gæða hin köldu glerlíffæri lífi með ljósi og hljóði.
Tilefni sýningarinnar er að um áramótin voru sett lög á Íslandi um að allir landsmenn verða líffærgjafar. Að gefa líffæri getur bjargað minnst tveimur mannslífum, viðtakandanum og þeim sem næstur kemst inn á biðlistann.
Alls eru um 30 Íslendingar sem þurfa nýtt líffæri ár hvert og er heilsa þeirra og tilvist kapphlaup við tímann.
Corning Museum of Glass var stofnsett 1951 og er í New York–ríki. Það er stærsta glerlistasafn í heimi.
Á sýningunni má sjá eiginleika og möguleika glers enda gríðarlega spennandi efni. Listamenn og hönnuðir hafa töfrast af þessu efni og unnið með frá örófi alda og svo verður um alla framtíð.