KYRIE ELEISON
HEIMIR FREYR HLÖÐVERSSON
Droparnir sem drjúpa úr jöklum eru í sjálfu sér listrænt undur og upphaf þeirra vatnsfalla sem fært hafa okkur stórbrotna fegurð og lífsorku með gljúfrum sínum og fossum í gegnum aldirnar. Við hljótum öll að óska þess að hlýnun jarðar breyti ekki dropum jöklanna í vatnsflæði sem flæmir burt fegurðina. Kyrie Eleison er vídeó- og hljóð innsetning unnin úr jökulís fimm mismunandi skriðjökla í Vatnajökli. Ísinn var myndaður á meðan hann bráðnaði á vinnustofu listamannsins. Dropahljóðunum sem mynduðust við bráðnunina var breytt í tóna og þannig var jökulísinn notaður sem hljóðvaki. Útkoman er verk sem einblínir á bráðnun jöklanna í sinni smæstu mynd - smásýn á risavaxið viðfangsefni.
Heimir hefur unnið viðmargmiðlunar hönnun, kvikmyndagerð og tónlistarsköpun í mörg ár. Hann hefur leikstýrt stutt- og heimildarmyndum og komið að gerð fjölda margra safna og sýninga. Í 9 ár vann hann hjá margmiðlunarfyrirtækinu Gagarín þar sem hann kom að hugmyndavinnu, handritavinnu, framleiðslu á kvikmynduðu efni og hljóði fyrir fjöldamörg söfn og sýningar. Í dag vinnur hann sem sjálfstæður listamaður.
KYRIE ELEISON
HEIMIR FREYR HLÖÐVERSSON
The droplets dripping from the glaciers are in themselves sublime wonders and serve as the source of the rivers that have brought us marvellous beauty and vitality with their canyons and waterfalls throughout the ages. Surely, we must all hope that climate change does not change the droplets into a flow of water which will wash the beauty away. Kyrie Eleison is an audiovisual installation made from ice from five different glacier tongues in Vatnajökull glacier. The ice was filmed while it melted in the artist’s studio and the dripping sound generated by the melting ice was recorded at the same time, resulting in a unique sound. The outcome is an installation focusing on the shrinking glaciers in their smallest form.
For many years, Heimir has worked in multimedia design, directed and edited films and composed music. He worked for the design company Gagarin for 9 years where he did concept design, storytelling, produced content for museums and exhibitions. Today he is an independent artist who focuses on making films, music and immersive audio and visual experiences.