HUGDETTA
1+1+1
24.04 – 05.05.2024
1+1+1 er tilraunakennd hönnun þriggja hönnunarhúsa – Hugdettu frá Íslandi, Petra Lilju frá Svíþjóð og Aalto+Aalto frá Finnlandi. Saman skoða þau og endurhugsa hluti með þeirri aðferð að hver vinnustofa hannar hlut sem samanstendur af þremur aðskildum pörtum sem síðar púslast saman við hönnun hinna landanna. Hönnunin verður ófyrirsjáanleg og óvanaleg þar sem útkoman kemur bæði hönnuðunum og áhorfandanum á óvart.
Frá því að verkefnið hófst árið 2015 hefur hópurinn beitt þessari aðferð á ýmsan hátt, og úr því hefur orðið til gott safn hluta sem eiga sér enga líka. Má þar nefna vasa, skápa, lampa, veggfóður, spegla o.s.frv
Á sýningunni eru fjögur af nýjustu verkefnum hópsins.
Borð og stólar sem unnin eru úr möl Skjálfandafljóts sem rennur í gegnum landareign Hugdettu í Þingeyjarsveit. Handunnið ferli þar sem mótin eru t.d. gerð með að grafa holu í jörðu.
Kertastjakar sem sýna hvernig mismunandi efni og form geta vaxið þegar samsetningin er ófyrirséð.
Glös sem steypt eru úr Keramik, en sýna vel hversu óvenjuleg formin verða með þessari aðferð þó um aðeins eitt efni sé að ræða.
Vatnsverkefnið sýnir rannsókn hópsins á baðmenningu Íslands, Svíþjóðar, Finnlands og Japan. Úr því verkefni urðu til munir sem endurspegluðu bæði menningu og handverk landanna ásamt gerð laugar og hitbekks við bæjarlæk Hugdettu á norðurlandi. Djúpt var kafað í helgisiði fornrar vatns og baðmenningar og notkun hluta og efna var vel ígrundað. Úr varð ný bað og náttúru upplifun með tilheyrandi nytjahlutum.
1+1+1 is an experimental collaboration between designers from three Nordic countries – Hugdetta from Iceland, Petra Lilja from Sweden and Aalto+Aalto from Finland. The project examines and reimagines objects by having each studio design an object consisting of three distinct parts and then mixing the parts up into unpredictable combinations.
Since starting the project in 2015, the group has applied, tested and challenged their unique method to realise several collections of objects such as vases, cabinets, lamps, mirrors and wallpaper.
The exhibition presents four of the group’s most recent projects.
Tables and stools made in a hands-on process exploring casting in the ground and other techniques. Made from concrete consisting of sand and stone carried from under the Vatnajökull Glacier by Skjálfandafljót river in north Iceland. The material is sourced from the river where it runs through Hugdetta´s farm and thus an exploration of further and future use of this beautiful material.
Candleholders that reveal how different materials and forms can grow into something more than the sum of their parts where the unusual material and colour combinations make them unique.
Ceramic wine glasses where the unusual shape combinations spark an interest, despite the use of solely one material and one colour.
The Water project shows a slightly different approach, looking at water rituals and bathing through a set of objects which grow from and build on traditional crafts and material culture in the Nordic countries and Japan.