HÖNNUNARMARS 2022
04. MAÍ 2022 - 15. MAÍ 2022
MIÐVIKUDAGUR 04.05.22
18.00–21.00
OPNUNARPARTÝ
18.00–19.00
UNDIRLAND_UPPSTREYMI OPNA BARINN / LEIÐSÖGN
19.00–20.00
STUDIO ALLSBER BÍBÍ & BLABLA
FÖSTUDAGUR 06.05.22
14.00–15.00
SÓL: LEIÐSÖGN
15.00–17.00
UNDIRLAND BAR OPINN
15.00–17.00
LAURA ARTIST MEETING
LAUGADAGUR 07.05.22
14.00–15.00
SÓL HANSDÓTTIR URGENT EXPERIMENTS ON REALITY
FLUTTUR VERÐUR GJÖRNINGUR FYRIR GESTI ÁSMUNDARSALS ÞAR SEM VERKLAG HÖNNUÐAR ER Í BRENNIDEPPLI. VERKLAGIÐ MÓTAST AF HUGMYNDFRÆÐI HÖNNUÐAR Á BAKVIÐ LÍNUNA SEM BYGGIR Á TILRAUNUM Á MANNLEGRI SKYNJUN Á RAUNVERULEIKANUM.
15.00–17.00
UNDIRLAND BAR OPINN
15.00–16.00
UNDIRLAND_UPPSTREYMI LEIÐSÖGN
SUNNUDAGUR 08.05.22
15.00–17.00
UNDIRLAND BAR OPINN
15.00–17.00
LAURA ARTIST MEETING
LAUGARDAGUR 14.05.22
14.00–15.00
SÓL: LEIÐSÖGN
15.00–16.00
UNDIRLAND_UPPSTREYMI LEIÐSÖGN
UNDIRLAND_UPPSTREYMI GRUGG OG MAKK / S.AP ARKITEKTAR
Það sem mætir gestum á sýningunni UNDIRLAND_UPPSTREYMI í Ásmundarsal er gluggi að hátækniheimi á örkvarða og stórskala sem hefur sagt skilið við gróðahámörkun og er því frjálst að rannsaka nýskapandi og framsæknar lausnir. Heimur þar sem rennandi hraun er notað sem byggingarefni og örverur sem áður þrifust í nýlegum hraunbreiðum eru orðin grunnur fyrir villiölframleiðslu. Þessi heimur er raungerður sem bar og leikjasalur þar sem upplýsingar og myndir eru sýndar á skjám auk þess sem gestir verða hluti af heiminum með því að setjast niður á UNDIRLAND barnum, teyga villöl samhliða því að móta og kanna hraunborgir í gegnum sýndarveruleika og tölvuspil. Í líkingu við örverurnar sem eru fyrstar til að nema nýtt hraun og leggja þar grunninn fyrir ný lífríki.
Grugg & Makk er lítið Íslenskt brugg verkefni sem rýnir í villigerjun með örverum sem safnaðar eru á mismunandi stöðum á Íslandi. Útkoman skilar sér í afurð sem grípur bragð ákveðinnar staðsetningar á tilteknum tíma.
S. ap arkitektar er nýskapandi arkitektastofa með skapandi og vinnusamt teymi sem starfar á mörkum hönnunar, tækni og vísinda. Verkefni stofunnar eru bæði hefðbundin arkitektaog hönnunar verkefni en einnig speculative (tilgátu) rannsóknarverkefni þar sem farið er framhjá núverandi kerfum og horft til tækni framtíðarinnar með það að markmiði að þróa nýjar aðferðir tengdar mannvirkjagerð á tímum loftslagsbreytinga. Í rannsóknarverkefnum sínum leggur stofan áherslu á að þróa verkefni sín í gegnum frásagnir og sögur en þar er hægt að hunsa núverandi kerfi og kanna nýstárlegar og framsæknar lausnir framtíðarinnar. Þessi blanda af raunverulegum og tilgátu verkefnum skapa áhugavert samtal og þróunarverkefni sem eru ekki bundin við fyrirfram ákveðnar hugmyndir, reglur eða niðurstöðu, þannig hafa öll verkefni nýsköpunargildi. S. ap arkitektar trúa því að við séum komin á þann stað, með tilliti til loftslagsbreytinga að við neyðumst til að ímynda okkur heim sem lítur öðruvísi út en sá sem við þekkjum, þar sem notaðar eru aðrar aðferðir og hugmyndafræði.
ÁRÍÐANDI TILRAUNIR Á RAUNVERULEIKANUM SÓL HANSDÓTTIR / ANNA MAGGÝ
Fatalínan „Áríðandi tilraunir á raunveruleikanum“ var frumsýnd á London Fashion Week í febrúar. Við vinnu á línunni voru meðal annars rannsakaðar aðstæður til framleiðslu hérlendis með áherslu á að hámarka nýtingu auðlinda í nærumhverfi. Fatalínan inniheldur tíu „look” sem reyna á skynjun okkar á raunveruleikanum.
„Ég var á hlaupum um Reykjavík að safna saman flíkum sem mér fannst raunverulegar og kunnuglegar. Til dæmis eins og fundin flík úr “vintage búð” þar sem eigandinn sagði mér að hún hafi látið gera flíkina sérstaklega fyrir ákveðinn viðburð, eða gamlar stuttbuxur af fyrrverandi kærasta. Ég tók flíkurnar og gerði tilraunir á þeim, klippti þær niður í einskonar reipi. Með þessu aftengdi ég flíkurnar frá raunveruleikanum, þær urði óháðar honum. Með því að binda hnúta á reipin fengu hnútarnir vald yfir raunveruleikanum. Hnútarnir táknuðu vald mannsins, hörku og stjórn. Hnútar voru leið mannsins til þess að beygja veruleikann undir sitt vald. Með því að hníta saman niðurklipptu og óháðu flíkina þá gerði ég tilraunir á raunveruleikanum.”
Sól gerir tilraun til að kollvarpa raunveruleika flíkurinnar og skapar með aðferðum sínum skúlptúrískar flíkur sem krefjast umhugsunar. Með því að vinna á milli Reykjavík og London ögrar Sól hefðum um tískukerfið og hugmyndinni um tískuborg. Allar flíkur eru framleiddar á vinnustofu hönnuðar í Reykjavík. Ljósmyndir og vídeóverk á sýningunni eru gerð í samstarfi við ljósmyndarann Önnu Maggý.
Sól Hansdóttir kláraði Mastersnám í kvenfatnaði við Central Saint Martins (CSM) háskóla í London í 2021 og sýnir nú frumraun sína eftir útskrift á London Fashion Week. Sól hefur fengið umfjallanir á miðlum eins British Vogue, The Face, Dazed, Showstudio, Vogue Runway ásamt London Fashion Week þar sem öll línan er til sýnis.
Sól vinnur verk sín útfrá hugmyndfræði sem leiðir hana áfram í ferlinu. Hún vinnur þverfaglega í gegnum ferlið, meðal annars með videóverkum og myndverkum. Hugmyndfræði verkefnis hefur áhrif á alla þætti þess. Þannig myndast einstakt ferli við hvert verkefni.
Vídeóverk af lokaútkomu línunnar var gert í samstarfi við ljósmyndarann Önnu Maggý. Anna Maggý hefur nýtt sér ljósmyndun við gerð verka sinna, en einnig má þar sjá notkun ýmissa annarra miðla á borð við videóverk og innsetningar. Ljósmyndir hennar hafa prýtt síður tímarita um allan heim. Ljósmyndað auglýsingaherferðir ásamt því að taka þátt í fjölmörgum listasýningum. Með einstakan ljósmyndarstíl sem nær að grípa tíðarandann áreynslulaust. „Hún er talin ein af bestu ljósmyndurum hennar kynslóðar“ – Vogue Italia
MIX & MATCH LAURA PEHKONEN
„Mix & Match: ólík efni úr mismunandi áttum og af ólíkum uppruna er blandað saman þannig að þau vega hvort annað upp og mynda saman áhugaverða heild“
Mix & Match er veggmynd úr leir eftir Finnsku listakonuna Lauru Pehkonen. Verkið er abstrakt samstæða af hand unnum keramík lágmyndum settum saman í eina heild í eins-konar klippimyndastíl. Í verkinu vinnur Laura Pehkonen með margar ólíkar leirgerðir og vinnur markvisst með fjölbreyttar lerivinnsluaðferðir sem eiga bæði aldagamlan uppruna sem og nýstárlegan. Með fjölbreyttum efnistökunum, jafnt áragömlum sem nýjum, skapar hún tímaás í verkinu sem verður að einstöku sögulegu yfirlitskorti af keramík aðferðum í heiminum öllum. Verkið er sérstaklega unnnið fyrir Hönnunarmars 2022.
Laura Pehkonen er leirhönnuður og listamaður, búsett í Helsinki. Í verkum sínum blandar Laura saman ólíkum vinnsluaðferðum leirlistar og handverks og skapar þannig einstök abstrakt verk. Helsti efniviður Lauru er leir en í verkum sínum blandar hún einnig saman tré og blönduðum miðlum. Á síðustu árum hefur Laura verið mjög virk í alþjóðlegri listasenu með þátttöku í þónokkrum gestavinnustofum, hátíðum og sýningum. Hún hefur einnig búið til fjölda sérpantaðra veggverka í ólíkum stærðum, bæði í almannarýmum og í einkaeigu
BÍBÍ OG BLABLA STUDIO ALLSBER
Í garði Ásmundarsals er sýningin Bíbí og blabla. Studio allsber býður fugla og fólk velkomin í garðinn þar sem fyrstu niðurstöður verkefnisins bíbí og blabla verða til sýnis. Í garðinum verða verk í formi fuglabaða og fleiri hluta sem hönnuðirnir hafa unnið að síðustu misseri fyrir fuglana sem deila þessari borg með okkur.
Við sem búum hér á landi tökumst mörg á við veturinn með því að láta fara vel um okkur í heitum pottum og sjóðandi gufu. Því er kannski ráð að skapa fuglunum slíkan munað, að komast í vatn sem ekki er frosið og öruggt skjól til að þrauka og njóta vetrardaga og sumarnótta, þar sem þeir komast í eitthvað feitt að narta í og geta baðað sig í leiðinni. Fuglarnir launa okkur svo greiðann á sumrin þegar þeir koma í garðinn að syngja og tína orma úr jarðveginum.
Studio allsber samanstendur af Agnesi Freyju Björnsdóttur, Silvíu Sif Ólafsdóttur og Sylvíu Dröfn Jónsdóttur sem útskrifuðust úr vöruhönnun frá Listaháskóla Íslands 2020. Þær hófu samstarf undir merkinu studio allsber í upphafi árs 2021. Það sem einkennir verk þeirra eru leikur, húmor og tilraunagleði. Þær vinna að mestu í keramik en einnig í önnur efni og miðla.
DESIGN MARCH 2022
04. MAY 2022 - 15. MAY 2022
WEDNESDAY 04.05.22
18.00–21.00
OPENING PARTY
18.00–19.00
SUBSURFACE_CONVECTION GUIDED TOUR
19.00–20.00
STUDIO ALLSBER BÍBÍ & BLABLA
FRIDAY 06.05.22
14.00–15.00
SÓL: GUIDED TOUR
15.00–17.00
SUBSURFACE BAR
15.00–17.00
LAURA ARTIST MEETING
SATURDAY 07.05.22
14.00–15.00
SÓL HANSDOTTIR URGENT EXPERIMENTS ON REALITY
A PERFORMANCE WILL TAKE PLACE FOR GUESTS OF ÁSMUNDARSAL, WHERE THE DESIGNER’S PROCESS IS IN THE FOREFRONT. THE PROCESS WHICH IS SHAPED BY THE IDEALOGY OF THE LINE: THE EXPERIMENTS OF THE HUMAN SENSE OF REALITY.
15.00–17.00
SUBSURFACE BAR
15.00–16.00
SUBSURFACE_CONVECTION GUIDED TOUR
SUNDAY 08.05.22
15.00–17.00
SUBSURFACE BAR
15.00–17.00
LAURA ARTIST MEETING
SATURDAY 14.05.22
14.00–15.00
SÓL: GUIDED TOUR
15.00–16.00
SUBSURFACE_CONVECTION GUIDED TOUR
SUBSURFACE_CONVECTION GRUGG OG MAKK / S.AP ARKITEKTAR
What meets visitors when they enter into the exhibition UNDIR- LAND_UPPSTREYMI in Ásmundarsalur is a window to a high- tech world on both micro and macro scale that has abandoned profit maximization and is therefore free to explore progressive solutions. A world where flowing lava is used as a building mate- rial and microorganisms that previously grew in lava fields have become the basis for wild-beer production. This world is realized in a form of a bar and an arcade where information and images are visible on screens, as well as visitors becoming part of the world by sitting down at the UNDIRLAND bar which is part of the exhibition, drinking wild-beer while shaping and exploring Lava cities through virtual reality and video games. Such as the micro- organisms are the first to colonize new lava and lay the foundation for a new ecosystem.
Grugg & Makk, Is a small Icelandic brewing project focused on wild ferments from microbes harvested in different locations in Iceland. Resulting in products that capture the flavour of a place in time.
S. Ap arkitektar is an innovative architectural firm with a creative and hard-working team that works on the boundaries of design, technology and science. The firm’s projects are both traditional architectural and design projects but also specula- tive research projects where that bypass current systems and look at the technology of the future with the aim of developing new methods of construction in times of climate change. In their research projects, s. ap architects focus on developing their projects through narratives that gives the freedom to ignore ex- isting systems and to explore innovative and progressive solutions of the future. This mix of real and hypothetical projects creates interesting conversation and development projects that are not tied to pre-determined ideas, rules or conclusions, so all projects have innovative value. s. ap architects believe that we have come to the point, in view of climate change, that we are forced to imagine a world that looks different from the one we know, using different methods and ideologies.
URGENT EXPERIMENTS ON REALITY SÓL HANSDÓTTIR / ANNA MAGGÝ
Sól proposes a collection of 10 looks; „Urgent Experiments on Reality,” which premiered on London Fashion Week as an experi- ment on using garments to test our perception of reality.
“I was running around Reykjavík borrowing garments that felt real to me, like something that the local vintage store owner had made specifically for herself before hosting an event, as well as shorts borrowed from an old boyfriend which I’ve yet to return. I wanted the garments to represent something familiar. I experi- mented on them, cutting them up into spirally strings, sort of like ropes. Thus, I disconnected them from reality, they became regardless of it. I figured that knots represent authority over reality, they represent something manipulated, rigorous and authoritarian. Ropes were man’s first tools and knots manipu- lated the rope into reality. By knotting the disregarded garments together I experimented on reality.”
With the collection Sól subverts the reality of a garment, questions the fashion supply chain while challenging the ideal- isation of a fashion city by working between Reykjavík and London. All garments are made in her studio in Reykjavík, Iceland.
The video and photgraphs in the exhibtion were created in collaboration with the icelandic photographer Anna Maggý.
Sól Hansdóttir is a multi-disciplinary Icelandic fashion design- er working between Reykjavík and London. Sól completed her MA in womenswear at Central Saint Martins in 2021 and debut her collection at London Fashion Week 2022. Sól has had coverage on media platforms such as British Vogue, The Face, Dazed, Show- studio, Vogue Runway and London Fashion Week. Sól has worked for designer Richard Malone and Hillier Bartley in London.
Sól is a concept driven designer. Working on the basis of an ideology, guiding her through the process. She works inter- disciplinary and hands-on, including video-works, visual art and collages. The ideology affects all aspects of her projects creating unique processes and often chaotic results.
The video was created in collaboration with the icelandic photographer Anna Maggý. Anna Maggý has used photography in the process of her work, but also various other media such as video and installation. Her work has been featured in many ex- hibitions, magazines and advertising campaigns with a striking style that effortlessly captures the zeitgeist. „She’s thought of as one of the best photographers of her generation“- Vogue Italia.
MIX & MATCH LAURA PEHKONEN
Mix & Match is a ceramic wall mural by Finnish ceramic and visual artist Laura Pehkonen. The work is an abstract collage-like ensem- ble of unique hand-made ceramic relief pieces. Laura Pehkonen creates unique ceramic parts from several different types of clay using numerous different ceramic techniques, both ancient and modern. Through the use of various materials and techniques she creates a kind of worldwide and temporal map of ceramics. Mix & Match is made specifically for the DesignMarch festival 2022.
Laura Pehkonen is a ceramic and visual artist living in Helsinki, Finland. At the heart of Pehkonen’s work is the creation of abstract unique works using and combining arts and crafts techniques. The last few years Pehkonen has commissioned ceramic murals characteristic of her own style in various sizes for both private and public spaces. Pehkonen’s works are included in the collections of Helsinki Art Museum HAM, Espoo Museum of Modern Art EMMA and the State Art Commission / National Gallery, as well as in private collections.
BÍBÍ OG BLABLA STUDIO ALLSBER
Exhibition of things created for birds and their wellbeing in this cold country. Can we make their life here better and a bit easier while hopefully strengthening our relationship with them? Studio allsber has been studying how we can do this and these are the first findings of this long-term project.
There are not many wild mammals living with us in Iceland but we share our country with countless species of birds. We want to research the relationship we have with these birds and how we can make it stronger. Could it be that we can translate some of the things that make our life better to do the same things for birds? Would they enjoy using hot tubs or swimming pools as much as we do during the darkest of winter?
Studio allsber consists of Agnes Freyja Björnsdóttir, Silvía Sif Ólafsdóttir and Sylvía Dröfn Jónsdóttir all of who graduated from the Department of Product Design at the Iceland University of the Arts in 2020. They began collaborating under the name studio allsber early in 2021. Their collaboration is best described as humorous, playful and experimental, mostly working with ceramics but also with other materials and mediums.