Design March-60.jpg

HÖNNUNARMARS 2020

MAKING WAVES

Genki Instruments

Gagnvirk sýning á Wave by Genki Instruments. Kynnist þróunarferli Wave, upplifið hvernig hringurinn er notaður í dag og öðlist innsýn í framtíðarmöguleika hans.

GENKI INSTRUMENTS

Genki Instruments er hátæknifyrirtæki sem vinnur að því að gera tækni náttúrulegri. Við ættum ekki að þurfa að breyta hegðun okkar til aðlagast tækjunum í lífi okkar - þvert á móti verðum við að finna leið til þess að þau skilji litbrigði mannlegrar tjáningar. Í sífellt tengdari heimi liggur á að finna farsæla lausn og því er Genki Instruments að endurhanna samtal okkar við tækni og gera það náttúrulegra.

Að baki Genki Instruments er þverfaglegt teymi sem hefur frá upphafi lagt jafna áherslu á hönnun og verkfræði. Teymið hefur þróað heildstæða tæknilausn og byggt upp þekkingu sem nær frá útlits- og upplifunarhönnun til algríma og vélbúnaðarþróunar.

WAVE BY GENKI INSTRUMENTS

Fyrsta vara Genki Instruments er hringurinn Wave, en hann gerir tónlistarfólki kleift að móta hljóð og stýra með hreyfingum handarinnar. Ferlið hefur verið langt og strangt en frá upphafi hefur rík áhersla verið lögð á að hanna með notendur í huga og frá fyrsta degi hefur íslenskt tónlistarfólk haft mikil áhrif á þróun hringsins.

Wave kom á markað árið 2019 og náðist sá áfangi ekki síst fyrir tilstuðlan dyggra stuðningsaðila sem eru Tækniþróunarsjóður, Hönnunarsjóður, Startup Reykjavík og fjárfestar sem komið hafa að fyrirtækinu.

Sýningin spannar þróunarferli Wave og fá gestir að upplifa hvernig tónlistarfólk notar hringinn í sköpun sinni og flutningi um allan heim í dag ásamt því að öðlast innsýn í framtíðarmöguleika hans.

Kynnist ferlinu frá vírum á handarbaki, ótal skissum og þrívíddarprentum yfir í vöru í hæsta gæðaflokki sem nú er fjöldaframleidd og notuð af tónlistarfólki um allan heim.

MAKING WAVES

Genki Instruments

An interactive exhibition of Wave, the ring that lets you control sound with motion. Immerse yourself in the development process, experience how it's being used today and get a glimpse of future use cases.

Events during the exhibition period will be introduced later.

GENKI INSTRUMENTS

Genki Instruments is a startup which strives to make technology feel natural.

Technology is constantly creeping into more and more aspects of our everyday life and it gives us the power to do so much. However, that same power is starting to control us and dictate how we create, communicate and even think at times.

The team behind Genki Instruments believes that people should never have to change the way they express themselves in order to fit the devices around them. Technology needs to be able to understand the nuances of human expression.

That is why Genki Instruments is redesigning the way we interact with technology and giving us the power to control it with one of the most fundamental communication methods we have - our hands.

WAVE BY GENKI INSTRUMENTS

Genki Instruments' first product is the wearable ring, Wave. It allows musicians to easily shape sound, control effect and send commands using intuitive gestures. Iceland's vibrant music scene has influenced the design and direction of Wave from day one. As a consequence the process has been user centered since the beginning.

With the help of local agents and authorities, such as the Technology Development Fund, Iceland's Design Fund, Startup Reykjavik and local angel investors, Genki Instruments could realize Wave from a concept to a commercial product. 

During the exhibition, attendees will get an insight into the journey behind developing innovative technology and commercially releasing a product. See the process go from duct tape wires on the back of a hand, endless sketches and 3D prints into a mass produced, premium hardware product used by artists all over the world.

THE FUTURE

The underlying technology and design behind Wave has already been used in various fields unrelated to music. Ranging from virtual and augmented reality, inside the smart home to assisting the mobility impaired. The future is full of possibilities and Genki Instruments invites you to stop by, try Wave out and mold the future with them.

 

 

CORRUGATION LIGHTS

Theodóru Alfreðsdóttir og Tino Seubert

Corrugation er sería af ljósum innblásin af húsgagnaframleiðslu miðrar síðustu aldar. Serían samanstendur af hangandi ljósi og veggljósum sem geta verið sett saman á mismunandi hátt og myndað þannig áhugavert landslag. Serían notar formbeygingu viðar sem upphafspunkt - aðferð sem krefst mikillar nákvæmni og natni. Viðurinn er svo paraður við tilbúin álrör, en athyglisverðar andstæður myndast þar sem kalt pólýhúðað rörið leggst upp að mjúkum mótuðum viðnum. Álrörin koma í fimm litum - svörtu, dökkbláu, gráhvítu, ljósbláu og rauðu - og sitja inni í eski við sem getur annarsvegar verið glær lakkaður eða í sama lit og álrörið. Hangandi ljósið og vegg panelana er hægt að fa í mismunandi lengdum til þess að passa í hvaða rými sem er. Þetta er fyrsta verkefnið sem Theodóra og Tino vinna saman en þau deila vinnustofu og hafa því tekið þátt í hugmyndavinnu hvors annars um langt skeið. Upphaf Corrugation línunnar má einmitt rekja til einnar af þessum sameiginlegu hugmyndavinnustundum.

CORRUGATION LIGHTS

Theodóru Alfreðsdóttir and Tino Seubert

Corrugation is a collection of lights inspired by mid-century furniture making, honouring the technique of veneer forming. It consists of a scalable hanging light and wall sconces, which can serve as building blocks to create unique combinations playfully spanning across whole rooms. The collection takes veneer forming as a starting point - a process that requires skilled craftsmanship, which was introduced to the furniture world by design names like Alvar Aal- to and the Eames couple - and pairs it with off-the-shelf aluminium tubes.A snug fit where the hard powder-coated metal meets the soft wavy wood and gives the pieces a pleasant contrast. The aluminium tubes come in a range of five colours - black, navy, off-white, orangered and baby blue - and sit within ash veneer, which can either be lacquered in the tube’s colour or left in its natural finish.The linear light and the wall pieces can be cut to length to fit any space and work harmoniously with their surroundings. This is the duo’s first collaboration that springs from the fact that they share a workspace and act as each other’s springboard when working on new projects. The Corrugation collection is an offspring of one of those chats.

 

 

PLÖNTUGARÐURINN

HALLDÓR ELDJÁRN

Ég kynni til leiks glænýja uppfinningu. Vél, sem hegðar sér og vex eins og hengiplanta. Hún er útbúin strimlaprentara og ljósnema, gengur fyrir rafmagni og er stjórnað af ljósi. Á hverjum degi prentast nokkrir sentimetrar af plöntunni á strimilinn, löturhægt. Fjöldi laufblaða er háður ljósmagni.

Plöntur ljóstillífa og dafna ef þær fá koltvísýring, vatn, næringu og sólarljós. Pottaplanta sem höfð er inni á heimili þarfnast stöðugs aðhalds. Aðgæta þarf að moldin sé nógu næringarrík, að hún sé vökvuð á réttum tíma (ekki of oft, ekki of sjaldan). Þá þarf plantan að geta baðað sig í sólinni endrum og eins svo að líffræðilegt kerfi hennar haldist í réttu jafnvægi.

Fallegar pottaplöntur vinna sér stað í hjarta okkar með tímanum. Þær eru langtímaverkefni. Planta verður ekki ræktuð upp á einum degi heldur liggja margar vikur og mánuðir að baki fallegri og vel hirtri pottaplöntu. Núvitundargildi pottaplöntunnar er mikið, því við njótum augnablikanna sem fara í að hugsa um hana og hirða.

Á sama tíma er plantan í sífellu að minna okkur á hverfulleika lífsins og tímans. Hægt og rólega stækkar plantan og breiðir úr sér, greinar tvístra og rótarskot myndast.

Plantan er hluti af okkar líffræðilegu klukku.

Ég kynni til leiks glænýja uppfinningu. Vél, sem hegðar sér og vex eins og hengiplanta. Hún er útbúin örtölvu, strimlaprentara og ljósnema, en í stað þess að þarfnast aðhalds, vökvunar og moldar gengur hún fyrir rafmagni og er stjórnað af ljósi.

Á hverjum degi prentast nokkrir sentimetrar af plöntunni á strimilinn, löturhægt. Fjöldi laufblaða hverju sinni er háður ljósmagni því sem skín á vélina.

Milli daga er því hægt að sjá á plöntustrimlinum hvernig birtuskilyrðin hafa verið. Plöntuprentarinn hjálpar okkur að skynja tímann í stærri stökkum en klukkustundum, en skrásetur um leið framvindu lífs og ljósaskipta. Hún hjálpar okkur að skynja hvernig dagar og vikur líða.

Margir prentarar sem raðast saman í klasa. Vaxa meðfram veggjum, niður úr lofti, niður á gólf. Pappír flæðir um rýmið. Garðyrkjumaður gengur reglulega um rými og klippir neðan af strimlunum ef þeir verða of langir. Afskurðurinn má hver sem er taka með sér sem minjagrip.

Plönturnar sýna líffræðilegan fjölbreytileika og eru af mismunandi tegundum. Sumar hafa laufblöð, aðrar eins og flækti þræðir sem flæða um pappírinn, enn aðrar með ný og óvenjuleg laufblaðaform.

Yfir sýningartímann eru allir prentararnir í gangi og fanga þar með framvindu sýningarinnar. Tímabilið hefst með stuttum pappírsstrimlum og endar með pappírsflóði.

PLANT GARDEN

HALLDÓR ELDJÁRN

A machine that acts and grows like a hanging plant. Equipped with a thermal printer and a light sensor, runs on electricity and is controlled by light. Each day, a few centimeters of plant are slowly printed out. The amount of light dictates how many and how big the leaves on the plant grow.

Plants are able to photosynthesize and grow if they get CO2, water, nutrition and sunlight. A houseplant needs constant care. You must make sure the soil is nutritious, that you water the plant correctly. The plant needs sunlight so it’s biological systems stay in tune.

Beautiful houseplants earn a place in our hearts with time. To keep them alive takes patience and effort. You won’t be able to grow a plant in one day, it takes weeks or even months. But we do enjoy the process of tending them, as they keep us aware of the now and remind us of the progress of life itself.

The plant is a part of our biological clock.

Introduce a new invention: A machine that acts and grows like a hanging plant. Equipped with a thermal printer and a light sensor, runs on electricity and is controlled by light. Each day, a few centimeters of the algorithmic plant are printed out, at a painstakingly slow speed. The amount of light dictates how many and how big the leaves on the plant grow.

Between days, a progress can be seen on the printout, as the light changes with day and night. The inorganic plant helps us understand time in longer intervals than minutes and hours, but at the same time logs the progress of life and light. It helps us understand days and weeks going by.