HELGA SIF GUÐMUNDSDÓTTIR

ENDURKAST /reflection
01.04. - 25.04.2023


Ljós, hvort sem það er náttúrulegt eða manngert spilar lykilhlutverk í því að móta og framkalla hughrif. Flest eiga verkin á sýningunni það sameiginlegt að vera ljósnæm. Efnin sem verkin eru unnin í eru gjarnan fjöldaframleidd í verksmiðjum og er þá helst að finna í byggingavöruverslunum. Við það að handleika þau út frá eðli þeirra og nátturulegri fegurð eru þau tekin úr samhenginu sem þeim var ætlað að vera í og þau öðlast nýjan tilgang. Í sýningunni vinnur Helga Sif með hugmyndina um stéttaskiptingu í efnisvali út frá fyrirframgefnum hugmyndum og gildum um fagurfræði. Með fagurfræði að leiðarstefi leitast hún við að storka fyrirframgefnum gildum um hvað megi og hvað megi ekki gera. Að dansa á línu barokksins eða hins glysgjarna er oft á tíðum vandmeðfarið og fagurfræðileg upphafning flokkast gjarnan til óæðri markmiða en að þeim sökum er það ef til vill einmitt mikilvægt.

Helga Sif Guðmundsdóttir útskrifaðist með BA-gráðu í myndlist frá LHÍ vorið 2005 og með MFA-gráðu frá Konstfack listaakademíunni í Stokkhólmi vorið 2009.

Sýningin er opin alla virka daga frá kl 08:30-17.00 og kl 10.00-17.00 um helgar.

Verkin á sýningunni eru til sölu hér


Light, whether natural or man-made, plays a key role in shaping and creating impressions. Most of the works in the exhibition are sensitive to light. The materials that the works are made of are often mass-produced in factories and mostly found in hardware stores. By manipulating them based on their nature and natural beauty, they are taken out of their intended context they acquire a new purpose and meaning. In the exhibition, Helga Sif works with the idea of ​​class division in the selection of materials based on preconceived ideas and values ​​about aesthetics. Guided by aesthetics, she strives to solidify preconceived values ​​about what can and cannot be done. Dancing on the lines of the baroque or the glitzy is often difficult, and aesthetic exaltation is often classified as an inferior goal, but for that reason precisely it is perhaps important.

Helga Sif Guðmundsdóttir graduated with a BA degree in art from LHÍ in the spring of 2005 and with an MFA degree from the Konstfack art academy in Stockholm in the spring of 2009.

The exhibition is open every weekday from 08:30-17:00 and on weekends from 10:00-17:00.

Artwork store link