HELENA MARGRÉT
Þú getur ekki fest þig í þínum eigin vef
29.10 - 20.11 2022
Einkasýning Helenu Margrétar Jónsdóttur, Þú getur ekki fest þig í þínum eigin vef, opnar laugardaginn 29.október kl16:00 - 18:00.
Helena Margrét Jónsdóttir nam myndlist við Myndlistarskólann í Reykjavík, Konunglega Listaháskólann í Haag í Hollandi og útskrifaðist með BA gráðu í myndlist úr LHÍ árið 2019.
Fyrri einkasýningar hennar ,,Draugur upp úr öðrum draug” og ,,Liquida” voru sýndar í Hverfisgallerí og Plan X Gallery í Milan. Hún hefur einnig tekið þátt í samsýningum svo sem ,,Allt sem sýnist—Raunveruleiki á striga” á Kjarvalsstöðum, ,,Once Upon a Time in Mayfair” í London og CAN Art Fair á Ibiza.
Málverk Helenu fjalla um hversdagsleikann á tímum þráðleysis og stafræns myndmáls. Viðfangsefni hennar eru gjarnan ímynduð, girnileg, raunsæ og óþægileg.
Á einkasýningu hennar í Ásmundarsal mun leikhópurinn Átta fætur sviðsetja kveikjur úr verkum Helenu og færa myndmál hennar á svið í leikstjórn Hákonar Arnar Helgasonar þann 12.nóvember kl 20.00. Takmarkaður miðafjöldi í boði og því er nauðsynlegt að skrá sig á boðslista hér.
Þú getur ekki fest þig í þínum eigin vef
29.10 - 20.11
Helena Margrét Jónsdóttir´s solo show will open on Saturday the 29th of October at 16.00 - 18.00.
Helena Margrét Jónsdóttir is a visual artist based in Reykjavík. She studied fine art at The Reykjavík School of Visual Arts, The Royal Academy of Art in Den Haag and graduated from The Iceland University of the Arts in 2019.
Her former solo shows “Ghost of another ghost” and “Liquida” were exhibited in Hverfisgallerí in Reykjavík and Plan X Gallery in Milan. She has also participated in group exhibitions such as “What it Seems—Reality on Canvas” in Kjarvalsstaðir, “Once Upon a Time in Mayfair” and CAN Art Fair in Ibiza.
Helena’s paintings express the mundane, the wireless and the digital. Her subjects are often imaginary, appetising, realistic and uncomfortable.
For her solo show in Ásmundarsalur the performance group Átta Fætur will have a performance on the 12th of november at 20.00 interpreting and bringing the visual language of Helena´s oil paintings to the stage under the direction of Hákon Örn Helgason. For tickets please sign up here since theres limited space.