frozen Milk - 8 rétta MATARUPPLIFUN
Clare Aimée, Hugo Llanes & Pola Sutryk.
07.02 & 08.02.2025
Frozen Milk (Frosin mjólk) er þáttöku- og upplifunargjörningur þar sem boðið verður uppá 8 rétta grænmetiskvöldverð skipulögðum og sköpuðum af Clare Aimée, Pola Sutryk og Hugo Llanes. Kvöldverðurinn kostar 8.900, hefst kl 19 og innifalinn er fordrykkur ásamt einum kokteil. 20 sæti eru í boði við matarborðið og því nauðsynlegt að bóka miða og panta sæti.
Boðið verður uppá tvo viðburði, þann 7. febrúar og 8. febrúar frá kl. 19–22.
Öll efni ferðast og flytja um heiminn, sum fyrir tilstilli náttúruafla og önnur vegna mannlegra áhrifa. Hvað ef allir flutningar (bæði fólk, fræ, plöntur og upplýsingar) væru álitnir alheims drifkraftar og eitthvað sem við öll deilum?
Frosin mjólk er upplifunargjörningur þar sem gestum er boðið að eiga einstaka matarupplifun, innblásinni af flutningaleiðum ólíkra efni, jafnt sagna sem hráefna.
Pantaðu sæti við matarborðið á tix.is !
Ef þú hefur einhverjar matarkvaðir eða ofnæmi ekki hika við að hafa beint samband beint við Polu á netfangið pola.sutryk@gmail.com.
*vegan, glútenlaus og óáfengur matseðill í boði.
Hugo Llanes
Pola Sutryk
Clare Aimée
Hugo Llanes (Mexíkó, 1990) er listamaður og menningarleiðtogi sem starfar í Reykjavík. Hann lauk MA í myndlist frá Listaháskóla Íslands. Verk Llanes lýsa ólíkum félags- og pólitískum umhverfum listmannsins. Í nýjustu gjörningum og uppsetningum sínum leggur hann áherslu á persónubundna nálgun tengdum minningum og flutningum. Þar skoðar hann flutninga í samhengi við önnur alheimskerfi og flutningaleiðir, matvælaframleiðslukeðjur, og skoðar tengsl milli mannkyns og annarra tegunda. Í útfærslum sínum notar hann ýmsa miðla eins og venslalist, gjörninga, uppsetningar, staðbundna list, þátttökulist, myndbönd og útvíkkuð málaralist.
Pola Sutryk (f. 1994) er listakona, kokkur og upplifunahönnuður sem býr í Íslandi. Vinna hennar snýst um matargerð og veitingar, sem eru ferli orkuskipta. Ferlið er unnið með jafn mikilli virðingu fyrir öllum þátttakendum, bæði þeim sem elda, þeim sem borða og þeim sem eru borðaðir. Með samblandi af uppsetningu og þátttöku-gjörningum hefur hún nýlega sýnt matartengdar listir sínar á Sequences í Reykjavík, Gwangju Biennale í Suður-Kóreu og Unsound, Ephemera og Konteksty hátíðum í Póllandi.
Clare Aimée (f. 1992 á lək̓ʷəŋən svæði, Vancouver Island) er Métis Kanadísk listakona sem hefur unnið á Íslandi síðustu átta ár. Hún útskrifaðist með BA í myndlist frá Listaháskóla Íslands með viðbótar nám frá Listaháskólanum í Prag, Tékklandi. Í vinnu sinni vinnur hún oft með performatífa gjörninga og gagnvirka upplifun – með það markmið að bjóða fólki inn í kunnuglega ramma með ljúfri samveru.
FROZEN MILK
07.02 & 08.02.2025
Frozen Milk is a participatory, experimental, eight course vegetarian dinner hosted by Clare Aimée, Pola Sutryk, and Hugo Llanes.
Matter of all kinds migrate and circulate around the world, some by forces of nature and others provoked by humans. –What if we perceived migration (of bodies, seeds, plants, and information) as a universal driving force and something we all share?–
In an immersive performance, guests are invited to enjoy a menu inspired by these migration patterns, both of stories and ingredients.
The dinner costs 8,900 ISK, and includes a sparkling wine aperitif and a cocktail. There are 20 seats available at the dinner table, so it is necessary to book tickets and reserve your seat.
Two events will be held, on February 7th and 8th, from 7 PM to 10 PM.
Please reserve your seat on tix.is!
If you have any dietary restrictions or allergies, feel free to directly contact Pola at pola.sutryk@gmail.com
*vegan, gluten free and non-alcoholic version are available
Clare Aimée (b.1992 on lək̓ʷəŋən territory, Vancouver Island) is a Métis Canadian artist that has been working in Iceland for the last 8 years. She graduated with a BA in Fine Arts from the Icelandic University of the Arts with further studies at the Academy of Arts in Prague, Czech Republic. In her practice she often works with performative gesture and interactive experience – inviting people into familiar frameworks with poetic fellowship as a goal.
Hugo Llanes (Mexico, 1990). Artist and cultural facilitator based in Reykjavík. Holds an MA in Fine Arts from the Iceland University of the Arts. Llanes' œuvre depicts the social and political environments in which the artist evolves. In his more recent performances and installations, the artist puts emphasis on his personal worldview of remembrance, grief, migration, the global food supply chain, and inter-human and inter-species relationships. To depict these, he employs artistic research and mediums such as maintenance art, performance, installation, site-specific, participatory art, video art, and extended painting.
Pola Sutryk (b. 1994) is an artist, cook, and experience designer currently based in Iceland. Her practice revolves around cooking and hosting, understood as processes of energy exchange. A process carried out with equal respect for all its human and non-human participants: those who cook, those who eat, and those who are eaten. Combining elements of installation and participatory performance, her edible works have recently been shown at Sequences in Reykjavik, the Gwangju Biennale in South Korea, and Unsound, Ephemera, and Konteksty festivals in Poland.