FLÖKKUSINFÓNÍA


GJÖRNINGAKLÚBBURINN
GRYFJA 23.01 – 09.02.2025

Í Flökkusinfóníu (2024), 25 mín verki eftir Gjörningaklúbbinn: Eirúnu Sigurðardóttur og Jóní Jónsdóttur, renna myndlist, tónlist og kvikmyndalist saman í eitt. „Verkið býður upp á abstrakt ferðalag þvert á tungumál þar sem flökkutaugin, samkenndartaug líkamans er virkjuð og ýtt undir einstaklingsbundna og um leið hnattræna samkennd þvert á menningarheima í sífellt misskiptari heimi.“ segja listakonurnar. 

Sinfónían byggir m.a. á upplifun miðils á forsögu elstu hljóðfæra Sinfóníuhljómsveitar Íslands. „Í verkinu er allt skynróf líkamans virkjað á flakki um óræða heima á mörkum draums og veruleika. frá upphafskvelli að uppljómun í gegnum sjö heimsálfur líkamans.“  

Flökkusinfónía var frumflutt í formi gjörnings og kvikmyndar við lifandi undirleik Sinfóníuhljómsveitar Íslands 2024 en tónlistin er unnin í samstarfi við Ólaf Björn Ólafsson og Unu Sveinbjarnardóttur. Í flutningnum var tónlistin tekin upp og hljóðrásin sett inná kvikmyndina. Í  kvikmynda hlutanum fengu  þær einnig til liðs við sig einvala lið kvikmyndagerðarfólks, dansara, leikara og fimleikafólks. 

Flökkusinfónía er samstarfsverkefni Gjörningaklúbbsins og Sinfóníuhljómsveitar Íslands.

GJÖRNINGAKLÚBBURINN hefur starfað óslitið frá árinu 1996 en hann er skipaður myndlistarkonunum Eirúnu Sigurðardóttur og Jóní Jónsdóttur. Hugmyndir hans tengjast oft félagslegum málefnum með feminískum áherslum í bland við glettni og einlægni. Unnið er í þá miðla sem þjóna inntaki verkanna hverju sinni, svo sem gjörninga, ljósmyndir og innsetningar. Verkfræði ömmunnar er iðulega innan seilingar, handverk og útsjónarsemi í bland við glæsileika og nútímatækni.

Gjörningaklúbburinn á að baki fjölda einka- og samsýninga í söfnum og galleríum um allan heim, þar á meðal ARoS listasafninu í Danmörku, MoMA samtímalistasafninu í New York, Kunsthalle Wien í Austurríki, Schirn Kunsthalle og samtímalistasafninu Hamburger Bahnhof í Berlín, Amos Anderson listasafninu í Helsinki og Lilith Performance Studio í Sviðþjóð

Gjörningaklúbburinn var einn þriggja listamanna/hópa sem voru valin til þess að útfæra hugmyndir sýnar nánar fyrir Feneyjatvíæringinn 2017 og var valinn Listhópur Reykjavíkur 2018 af Menningar- og ferðamálaráði Reykjavíkur.

Gjörningaklúbburinn er kynntur af
Gallery Gudmundsdottir, Berlín, Þýskalandi
Listvak Gallery, Reykjavík, Íslandi
Pinksummer Contemporary Art, Genova, Italíu 

Jóní Jónsdóttir og Eirún Sigurðardóttir.
Mynd eftir Sögu Sigurðardóttur

 




VAGUS SYMPHONY

THE ICELANDIC LOVE CORPORATION
ON VIEW FROM 23.01 – 09.02.2025

Vagus Symphony (2024), a 25 min work by The Icelandic Love Corporation: Jóní Jónsdóttir and Eirún Sigurðardóttir, is a work that blends together the media of visual art, music and film. "The piece offers an abstract multi-disciplinary journey that activates the Vagus nerve. A system of nerves that connects all vital organs in the body, and that when in balance promotes glimmers in the soul and encourages empathy across all cultural hierarchies in an increasingly isolated, unequal and polarized world" say the artists.  

The symphony is based, among others, on a psychic's experience of the history of the oldest instruments in the Iceland Symphony Orchestra. "The piece activates all the senses in the body in its travels around mysterious worlds on the borders of dreams and reality, from the primordial bang to epiphany through the seven continents of the body."  

In creating the Vagus Symphony, ILC teamed up with composers Una Sveinbjarnardóttir and Ólafur Björn Ólafsson, as well as an A-list group of filmmakers, dancers, actors, and gymnasts 

Vagus Symphony is a collaboration between The Icelandic Love Corporation and the Iceland Symphony Orchestra.


Jóní Jónsdóttir and Eirún Sigurðardóttir are the current members of the art collective The Icelandic Love Corporation that has actively and successfully worked in the field of visual art since 1996, both at home and abroad, using nearly all possible media—including performance, video, photography, and installation—the ILC confronts the seriousness of the world with works that blend playfulness, humor and spectacle with refreshing genuineness and subtle social critique that often incorporates ideas of traditional femininity, with feministic approach.

Their works have been exhibited internationally, e.g. at ARoS Kunstmuseum Denmark, MoMA Museum of Modern Art New York, MASS MoCA Massachusetts  Museum of Contemporary Art, The Schirn Kunsthalle Germany, Kunsthalle Wien Vienna, Amos Anderson Art Museum Helsinki and Lilith Performance Studio Sweden.

ILC was shortlisted for the Icelandic Pavilion for the Venice Biennale 2017 and nominated the Art group of Reykjavík by Reykjavík City’s Department of Culture and Tourism in 2018.

The Icelandic Love Corporation is presented by 
Gallery Gudmundsdottir, Berlin, Germany
Listval Gallery, Reykjavík, Iceland
Pinksummer Contemporary Art, Genova, Italy