JULIE LÆNKHOLM
FJALLIÐ VIÐ
18. JÚN 2022 - 10. JÚL 2022
Hugmyndafræði Julie Lænkholm á rætur að rekja til hugmynda og aðferðafræða sem snúast um sameiginlega þekkingu og sam-lærdóm kynslóða. Hún kannar aðferðir og venjur sem hafa borist munnlega frá kynslóð til kynslóðar, og leggur áherslu í vinnuferli sínu á sögu kvenna sem oft hefur legið í dvala eða gleymst.
„Sem listamaður er ég aðeins þáttakandi í sköpunarferli verks. Ég reyni að vera farvegur sem leiðir hið ytra niður í gegnum höfuðið og hjartað og út um hendurnar. Þannig get ég búið til hluti sem eru handan minnar ímyndunar og það er miklu áhugaverðara en að ofhugsa verk.“
Á einkasýningu sinni í Ásmundarsal vinnur hún með ljóð Guðnýjar frá Klömbrum (1804-1836), Sit ég og syrgi og skoðar hún hvernig sársauki en í senn lækning birtist í ljóðinu samtímis. Samlækning og arfleiddur sársauki var rannsóknarefni Lænkholm við vinnu sýningarinnar þar sem hún skoðaði hið viðkvæma samband umhyggju og sorgar, þjáningar og lækninga, aðgerða, viðbragða og aðgerðaleysis. Verkin eru unnin með efni og ull frá ættarbæ hennar Húsavík þar sem hún kynntist jurtalitun í fyrsta sinn og textílvinnslu sem hafa mótað iðkun hennar síðan. Lænkholm telur ljóðrænuna felast í efninu sjálfu. Verk hennar minna okkur á hina viðstöðulausu keðjuverkun þar sem verkin fá okkur til að finna fyrir hinni stöðugu þróun og hvernig við erum samtengd með gjörðum okkar sjálfra og annarra. Það sem virðist löngu horfið lifir löngu eftir að það hefur farið, það heldur áfram að þróast þegar við upplifum, afhjúpum og eigum samskipti við sögu okkar og hvort annað. Við verðum þáttakendur í keðjuverkun þar sem verkið hreyfir við okkur og við hreyfum samtímis við arfleiðinni og sköpum samlærdóm eða með öðrum orðum nýja sam-visku.
Sýningin er styrkt af The Danish Art Foundation, Fondet for Dansk-Islandsk samarbejde og Danska sendiráðinu.
Julie Lænkholm (f. 1985, Danmörk) býr og starfar í Kaupmannahöfn í Danmörku. Hún er útskrifuð frá Parsons, The New School of Design í New York. Hún er einnig menntaður hjúkrunarfræðingur með sérhæfingu í hjartaskurðlækningum, sem hún stundaði á meðan hún lauk listnámi. Lænkholm hefur verið með einkasýningar í Matsushima Bunko Museum (Matsushima), Tranen Space for Contemporary Art (Hellerup), Safnahúsinu (Húsavík) og Textile Art Center (New York).
JULIE LÆNKHOLM
WE THE MOUNTAIN
18. JUN 2022 - 10. JUL 2022
Julie Lænkholm’s practice has its roots in the ideas and the methods centred around collective learning. Exploring techniques and practices which have been passed down orally from generation to generation, Lænkholm activates a predominantly female-driven history which has been forgotten or otherwise actively ignored. As such, she brings these narratives directly back into focus and places them within a contemporary discourse.
„As an artist, I only want a supporting role in the co-creation of a work. I try to open up a channel from the outside, down through my head and heart and out through my hands. In that way I can create things that go beyond my own imagination, and that is much more interesting than overthinking a work.“
For her solo exhibition in Ásmundarsalur she's working with the poetry of Guðný frá Klömbrum (1804-1836), Sit ég og syrgi, and with it she's studying how pain and healing is transformed simultaneously. Collective healing and ancestral pain was in the centre of her practice where she studied the delicate relationship and energy found between care and sorrow, between grieving and healing, between actions, reactions and inactions. The works are made with wool from her ancestral town Húsavík where she was introduced to traditional dying techniques and needle felting work that have shaped her practice ever since.
Lænkholm finds the poetry inherent in the material. Her work bring us into a world where things feel as if they are in continual evolution, reminding us that we all stem from somewhere and we are inter-connected in the works of ourselves and other. What seems long gone remains alive long after it has left, it continues to develop as we experience, unravel and interact with the past. We become participants of the linage of work, where the works activate us whilst we simultaneously activate the linage through collective learning.
Julie Lænkholm (b. 1985, Denmark) lives and works in Copenhagen, Denmark. She is a graduate of Parsons, The New School of Design in New York. She also has been educated as a nurse specialising in cardiac surgery, which she practiced while completing her art degree. Lænkholm has had recent solo exhibitions at Matsushima Bunko Museum (Matsushima), Tranen Space for Contemporary Art (Hellerup), Safnahúsinu (Húsavík) and The textile Art Center (New York).