RÁN FLYGENRING
Eldfjall
27.10 - 05.11 2022
Ísland er ein löng og endalaus breyting. Þessi fasti landmassi undir fótum okkar er ekki fastari en svo en nokkurn veginn fyrirvaralaust getur jörðin opnast og spúið eldi, hlaðið fjöll fyrir augum okkar. Umhverfi okkar er óútreiknanlegt og óstöðugt, áminningar um kvikuhlaup láta glösin í eldhússkápnum syngja. Hvaða merkingu hefur það að búa í landi þar sem meira að segja jörðin sjálf er á iði? Í gasmettuðum hlíðum Geldingadala kútveltast ferðamenn á inniskóm og reyna að finna svör við þessu allra stærsta á meðan þau leita að því allra minnsta – jógúrtskeiðinni, frisbídisknum, sjálfum sér og smáhundinum.
Rán Flygenring er með eldgos á heilanum. Teikningarnar í Gryfjunni eru innblásnar af hátt í tuttugu ferðum Ránar að eldsumbrotunum á Reykjanesi. Öllum þeim glumrugangi og glundroða sem hún varð vitni að við gosstöðvarnar hefur hún nefnilega fundið farveg í myndabókinni ELDGOS, ævintýralegri spennusögu um mæðginin Kaktus og Brá sem fara með skrautlegan hóp ferðamanna í venjulega túristaferð sem öllum að óvörum breytist í logandi háskaför.
Rán Flygenring er margverðlaunaður teiknari, listamaður, hönnuður og höfundur. Rán útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2009 og hefur síðan þá unnið að ógrynni fjölbreyttra verkefna sem eiga það flest sameiginlegt að leggja upp úr frásagnarkrafti teikninga.
VOLCANO
27.10 - 05.11 2022
Iceland is an ever-changing process. When you least expect it, the solid ground underneath your feet can knock you over before splitting open and breathing fire. You could witness the birth of a mountain! Does living in a country where everything is constantly and visibly changing, change us? The answers might be found, or lost, in the gassy hillsides of Geldingadalir, where wet and cold eruption pilgrims tumble around searching for meaning along with their glasses, phones, selfie sticks and sandwiches.
Author and illustrator Rán Flygenring is a true volcano aficionado. After trekking to the eruptions on Reykjanes peninsula nearly two dozen times, she brings to life the dazzling volcanic spectacles she experienced there in the thrilling and sometimes perilous events of her new book, VOLCANO. In Gryfjan, guests can have a look at the original ink drawings, along with sketches and reflections on the process.
Rán Flygenring is an award winning artist, author and illustrator living and working in Reykjavík. She graduated from the Iceland Academy of the Arts in 2009 and has since then worked on a wide variety of projects, with drawing at its core.
Fimmtudaginn 27.október milli kl17:00 - 19:00 verður útgáfuhóf og sýningaropnun á ELDGOS eftir Rán Flygenring.