BRÁK JÓNSDÓTTIR
DÝPRA
21. MAÍ 2022 - 10. JÚL 2022
Á sýningunni Dýpra | Deeper kannar Brák snertifleti blætismenningar og garðyrkju, manns og náttúru, sársauka og unaðar. Í þeim tilgangi að nálgast náttúruna á hátt sem ögrar hefðbundnum hugmyndum um hvernig menning og náttúra mætast. Sýningin byggir á rannsókn listamannsins á sambandi líkama og gróðurs. Brák leikur sér að hugmyndum garðyrkjunnar um beislun náttúrunnar innandyra en sýningin teygir anga sína einnig út í garð, á sameiginlegt yfirráða svæði manns og náttúru. Inni hanga ýmis verkfæri, eða eru þetta leikföng? Hvort þau eru ætluð til ástarleikja eða garðyrkju er erfitt að sjá, enda þarf annað ef til vill ekki að útiloka hitt. Í garðinum hefur einhver verið iðin í beðinu og nú virðist blómgun hafa átt sér stað og kynlegur ávinningur ætlar að verða af því.
Í ferli listamannsins er jörðin í hlutverki þess undirgefna í leik þar sem garðyrkjumaðurinn gælir við mörk hennar. Leikvangurinn er skapaður á forsendum hins undirgefna en reglurnar eru settar af drottnaranum. Af ástríðu leitast listamaðurinn við að komast dýpra, dýpra í jörðina. Þetta valdatafl byggir á ábyrgð, nánd og virðingu sem felur í sér umhyggju í garð viðfangsins. Roðandi spenna myndast við leikinn þegar mörk beggja eru þanin til hins ýtrasta.
Sú blætismenning sem Brák sækir til býr yfir gildishlaðinni fagurfræði og myndmáli sem er til grundvallar þess að virkja minni gróðurhússins og framkalla spennu. Holdleg rannsóknin ber af sér niðurstöður sem ögra ef til vill hefðbundnum hugmyndum um nánd og samband manns við náttúru. Með þeim afleiðingum að mörkin á milli líkama og umhverfi hans verða óljósari. Á sýningunni Dýpra | Deeper eru ýmsar vísbendingar um þessar niðurstöður en hún skilur eftir eyður fyrir áhorfandann til að fylla inn í. Þannig gerir hún kröfu til hans um að horfast í augu við eigin hugmyndir og velta fyrir sér forsendum þeirra.
Textann skrifaði: Odda Júlía Snorradóttir
Brák Jónsdóttir er fædd árið 1996. Hún útskrifaðist með BA gráðu úr myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2021. Verk hennar taka helst á sig form vídjóverks, bókverks, skúlptúrs og gjörnings, en nýverið hafa viðfangsefni hennar snúið að sambandi manneskju við náttúru. Í rannsóknum sínum nálgast hún kink og blæti og skoðar samband mannfólks og náttúrulegra kerfa á grundvelli yfirráða og undirgefni, fantasíu og femínisma.
DEEPER
21. MAY 2022 - 10. JUL 2022
In Dýpra | Deeper, Brák explores the commonalities of horticulture and modern sexual aesthetics, humanity and nature, pain and pleasure, in an attempt to approach nature in a way that challenges conventional ideas and its relationship with human culture. The exhibition draws on the artist’s research into how the body interacts with plants and vegetation. Brák plays with common concepts within everyday gardening practice: harnessing nature and controlling growth inside. The exhibition also expands its reaches into the garden: a territory which is both natural and man-made. Inside, hanging on the walls, are gardening tools, or are they toys? It is hard to distinguish, but perhaps the two are not mutually exclusive. Out in the garden someone has been diligent in the flowerbed, which looks like it might bear an odd fruit.
In the artist’s research earth is given the role of the submissive, in a game where the gardener caresses it and carefully pushes its boundaries. The game’s arena is determined by the submissive but the rules are set by the master. Passionately, the artist tries to penetrate deeper, deeper into the earth. Respect, intimacy and responsibility are an essential part of this power play which requires care for the subject. The game creates a blushing tension when both players' boundaries are stretched to their limits.
The philosophies behind the fetishistic and sexual cultures Brák refers to in her works are built on strong and meaningful aesthetic values that she lets spread into the well known imagery of gardening, activating it and invoking said tension. This carnal investigation begets results that challenge conventional ideas of relationships, humanity and nature, resulting in the blurring of lines between the boundaries of the body and its environment. Dýpra | Deeper exhibits many clues as to what these results might be, allowing the viewer to fill in the gaps.
Text by: Odda Júlía Snorradóttir
Brák Jónsdóttir was born in 1996. She graduated with a BA degree from the fine arts department of the Icelandic University of the Arts in 2021. Her works mostly take the forms of video, bookworks, sculptures and performances. Lately her focus has been on the relationship between man and nature. In her researches she uses kinks and fetishes as tools to investigate human interaction with natural systems on the bases of domination and submissiveness, fantasy and feminism.