GUNNAR JóNSSON
SIGURÐUR ÁMUNDASON
DOKAÐ VIÐ TRIST
14.01 — 12.02.2023
Ekki alls fyrir löngu voru þeir garpar Gunnar Jónsson og Sigurður Ámundason á ferð yfir hálendið. Skyndilega gekk yfir landið mikill stormur og illfært varð til ferðarlaga. Þá voru góð ráð dýr en til mikillar lukku urðu þeir varir við sæluhús eitt, fjarri allri byggð. Ekkert annað í augsýn en veðurbarið fjalllendið. Náttúran getur verið svo mikil ofgnótt. Í sæluhúsinu dvöldu þeir um tíma og sem betur fer höfðu þeir birgðir nægar. Landslagið í kring hafði svakaleg áhrif á hugmyndaflug tvíeykisins; litirnir sem stöku sinnum var hægt að greina í öllum þessum gráma, tvískinnungurinn í jafnvægi þess manngerða við náttúruna. Svolítið trist, en á sama tíma fallegt. Á meðan stormurinn barði á sæluhúsinu hófust tvímenningarnir umsvifalaust handa og unnu hörðum höndum að þessari sýningu.
Gunnar Jónsson (1988) útskrifaðist úr bakkalárnámi við myndlistadeild Listaháskóla Íslands árið 2012. Síðan þá hefur hann haldið fimm einkasýningar, tekið þátt í fjölda samsýninga hérlendis sem og erlendis. Gunnar vinnur mest með myndbönd og hljóðinnsetningar sem miðil í verkum sínum en vinnur einnig ljósmyndaverk og vatnslitamálverk. Hann býr og starfar á Ísafirði.
Sigurður Ámundason (1986) útskrifaðist úr bakkalárnámi myndlistardeildar Listaháskóla Íslands árið 2012 og hefur síðan haldið ellefu einkasýningar, tekið þátt í fjölda samsýningu og flutt tugi gjörninga. Sigurður notast mest við teikningar en skapar einnig innsetningar, skúlptúra, vídeóverk, bókverk, ljósmyndir og leikverk.
DElayed at triste
14.01 — 12.02.2023
Not long ago, Gunnar Jónsson and Sigurður Ámundason were traveling across the highlands. Suddenly, a great storm set in and obstructed their travels. Some solution had to be found without delay and luckily they discovered a lonely cabin, far away from everything. Nothing was in sight but the weather-beaten mountainous landscape. Nature can be so overwhelming. In this little cabin they stayed for a while and fortunately they had enough supplies. The surrounding landscape had a huge impact on the duo's imagination; the colours that could occasionally be discerned in all this gray obscurity, the ambiguous balance between the man-made and nature. A little sad, but beautiful at the same time. While the storm hit the cabin with full force, the duo immediately got down to business and worked hard on creating this show.
Gunnar Jónsson is born 1988 in Reykjavík. He graduated with a BA degree in fine arts from the Iceland University of the Arts in 2012. Since then he has held five solo exhibitions and participated in numerous group exhibitions in Iceland and beyond. Gunnar works mainly with video and sound installations but also creates works using photography and watercolor paintings. He currently lives and works in Ísafjörður, Iceland.
Sigurður Ámundason was born in 1986 and raised in Reykjavík, Iceland. He graduated with a BA degree in fine arts at the Iceland Academy of Arts in 2012. Since then he has held eleven solo exhibitions, participated in numerous group shows and performed countless performances. Ámundason uses drawing as his foundation medium but also creates installations, sculptures, video-art, bookwork, photography, theatre and performance art.