HALLGERÐUR HALLGRÍMSDÓTTIR & VERONIKA GEIGER

(AG) FIRST GLIMPSE
17.06 – 11.07

Sýningin (Ag) First Glimpse er afrakstur vinnustofudvalar þeirra Veroniku og Hallgerðar í Gryfjunni þar sem fólki býðst að stíga inn í veröld ljósmyndarinnar og velta fyrir sér uppruna hennar og hvernig hún breytti heimi okkar.

Vinnusmiðjan hófst á sjónrænu samtali er hverfðist í kringum ljósmyndamiðilinn, með silfur sem útgangspunkt. Nú hafa þær þróað staðbundið listaverk í Ásmundarsal, leiddar áfram af rýminu sjálfu og umhverfi þess. Myndirnar sem eru til sýnis á setustofunni fanga útsýnið úr Gryfjunni í átt að Freyjugötu í júníbirtunni, skapaðar með því að breyta Gryfjunni í “camera obscura“. Með því að framkalla myndirnar teknar með rýminu inni í því sjálfu, fær það einnig hlutverk myrkraherbergis. Hið sjónræna tungumál sem sprettur úr vinnuferlinu er mjúkt og abstrakt og veitir innsýn í heim ljósmyndunar og hvaðan hún kemur.

Með því að umbreyta herbergi í myndavél í yfirstærð leita þær aftur í grunnþætti miðilsins, að teikna með ljósi sem fellur inn í myrkvað herbergið í gegnum lítið gat í ákveðinn tíma. Pappírinn, þakinn lagi af silfursöltum, fangar ljósagnirnar í negatífri mynd og gerir okkur kleift að sjá heiminn fyrir utan í öðru ljósi en hann fellur hljóðlaust á hvítan vegg herbergisins. Á hvolfi og dálítið daufari en við erum vön.

We welcome you to the opening of 'First Glimpse (Ag)' by Hallgerður Hallgrímsdóttir and Veronika Geiger, on June 17 at 14.

In Ásmundarsalur two artists have been developing a site-specific project, guided by the space itself and the scene outside. The images exhibited in the café capture the view from Gryfjan showing Freyjugata as it appears in the Icelandic June light, created by turning the room into a camera obscura. Simultaneously the room is transformed into a darkroom, the images processed inside the camera. The visual language emerging from it is soft and abstract, allowing a glimpse into the world of what photography is and where it comes from.

Revisiting the main elements of the medium, by building our own room-sized camera we have been drawing with the light as its rays enter the darkened room through a small hole for a specific amount of time. The paper, embedded with silver halides, captures inverted morsels of light, allowing us to see the world outside more intensely as it silently falls on the white wall of the room. Upside-down and muted.

We invite you to wonder with us and experience the basics of photography which transformed our world.