6.jpg

Í ÖÐRU HÚSI

19. FEB 2022 - 20. MAR 2022

GUÐLAUG MÍA EYÞÓRSDÓTTIR, HANNA DÍS WHITEHEAD & STEINUNN ÖNNUDÓTTIR

‘Í öðru húsi’ er samsýning Guðlaugar Míu Eyþórsdóttur, Hönnu Dísar Whitehead og Steinunnar Önnudóttur.

Form sýningarinnar er híbýli. Höfundarnir draga upp vistarverur, ytri mörk og innri rými, en birta bara afmörkuð svæði. Verk höfundanna mætast í þessum senum og mynda framandlegan efnisheim sem formgerist í kunnuglegum sviðsetningum.
Í verkum Hönnu Dísar, Guðlaugar Míu og Steinunnar má finna sameiginlega strengi. Þær vinna gjarnan á mörkum myndlistar og hönnunar en í þessu verkefni mætast þær á landamærum þessara heima, og setja fram sýningu sem tilheyrir hvorum, heldur bregður sér undan slíkum skilgreiningum.

Guðlaug Mía Eyþórsdóttir (f.1988) útskrifaðist með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2012 og stundaði síðar meistaranám í myndlist við Koninklijke Academie í Gent, þaðan sem hún útskrifaðist árið 2018. Í myndlist sinni skoðar Guðlaug skúlptúríska þætti í manngerðu umhverfi okkar, gaumgæfir þau form, áferðir og gjörðir sem nærumhverfi okkar samanstanda af og kannar hvort efnisgera megi daglegar athafnir. Að auki hefur hún staðið að margvíslegum verkefnum innan myndlistar og brugðið sér í hlutverk útgefanda, sýningarstjóra og rannsakanda. Á árunum 2012-19 stofnaði hún, ásamt hópi listamanna, sýningarrými Kunstschlager í Reykjavík og ABC Klubhuis í Antwerpen, Belgíu og situr nú í stjórn Nýlistasafnsins. Hún hefur verið virk í sýningarhaldi bæði hér heima og erlendis síðastliðinn áratug og var tilnefnd til hvatningarverðlauna Íslensku Myndlistarverðlaunanna árið 2020.

Hanna Dís Whitehead (f.1982) útskrifaðist með láði frá Design Academy Eindhoven árið 2011. Hún hefur sýnt víða hérlendis sem og erlendis svo sem Danmörku, Eistlandi, Englandi, Finlandi og Svíþjóð. Verk hennar eru staðsett á landamærum hönnunar, listar og handverks. Ferlinu er leyft að ráða ferðinni og farið er á milli mismunandi efna svo sem viðar, textíls og keramíkur innan sömu hugmyndar. Hanna Dís hefur sérstakan áhuga á að vekja upp samtal á milli hluta og áhorfenda þar sem hún vefur saman sögum, formi, litum og teikningu. Hún býr og starfar á Hornafirði.

Steinunn Önnudóttir (f. 1984) býr og starfar í Reykjavík. Hún lauk BA námi í grafískri hönnun við Gerrit Rietveld Academie árið 2009, og BA námi í myndlist (Audiovisual) árið 2011, einnig við GRA. Helstu sýningar eru Feigðarós Í Kling&Bang 2021, Non Plus Ultra í Listasafni Reykjavíkur 2019, Skúlptúr Skúlptúr í Gerðarsafni 2018, og Fallvelti Heimsins, á vegum Myndhöggvarafélagsins, 2018. Frá árinu 2014 hefur Steinunn rekið sýningarýmið Harbinger og hún er jafnframt hluti af útgáfusamstarfinu In volumes sem einbeitir sér að útgáfu bókverka. Árið 2019 hlaut Steinunnn viðurkenningu frá styrktarsjóði Svavars Guðnasonar og Ástu Eiríksdóttur.

Steinunn fæst fyrst og fremst við málverk og skúlptúra sem renna gjarnan saman hvort við annað. Hún gerir tilraunir með að kanna víddir málverksins, lætur það flýja flatneskju tvívíddar sinnar og verða hluti af þrívíðu umhverfi. Fyrir vikið verða verkin að líkamlegri upplifun þar sem hægt er að ganga í kring um þau eða jafnvel í gegnum þau. Steinunn leikur sér að því að spinna hugrenningatengsl á milli raunveru og sviðsetninga með verkum sínum, og vinnur gjarnan með hugtök eins og afbyggingu, sjónblekkingu, uppruna og eftirlíkingu.

IN ANOTHER HOUSE

19. FEB 2022 - 20. MAR 2022

GUÐLAUG MÍA EYÞÓRSDÓTTIR, HANNA DÍS WHITEHEAD & STEINUNN ÖNNUDÓTTIR

“In another house” is a collaborative exhibition by Guðlaug Mía Eyþórsdóttir, Hanna Dís Whitehead & Steinunn Önnudóttir.

The exhibition takes the shape of a home. The authors delineate personal quarters, external bounds and internal spaces, but expose only limited areas. The authors’ works come together in these scenes and form an unusual material language in familiar settings.
In the works of Hanna Dís, Guðlaug and Steinunn there are common themes. They all work in the intersection of art and design but in this project they meet on the borders of these worlds and present an exhibition which belongs to neither but instead intently defies such definitions.

Guðlaug Mía Eyþórsdóttir (b.1988) completed a BA degree from the Fine Art Department of Iceland University of the Arts in 2012 and later studied at the MA program in Fine Art at the Koninklijke Academie in Gent, Belgium, from which she graduated in 2018. In her practice Guðlaug concerns herself with the sculptural aspects of our surroundings, observes the forms, textures and acts they consist of and explores whether daily activities can be materialized. Guðlaug has initiated a broad range of projects within the arts and has worn many hats as a publisher, curator and researcher. Between 2012-19 she initiated, along with fellow artists, the exhibition venues Kunschlager in Reykjavík and ABD Klubhuis in Antwerp, Belgium and is now a board member of The Living Art Museum. Guðlaug has exhibited widely both in Iceland and abroad and was nominated for the encouragement award of the Icelandic Art Price in 2020.

Hanna Dís Whitehead (b. 1982) graduated Cum Laude from the Design Academy Eindhoven in the Netherlands in 2011. She has exhibited widely both abroad and in Iceland for example Danmark, Sweden, Finland and England. Interested in the dialogue between an object and the viewer, her works waiver on the borders of art, design, and craft, often going between diverse materials within the same subject. She runs her design studio in the Southeast of Iceland, focusing on a hands-on approach towards her subject and describing herself as very process-driven, often interweaving stories with shape, materials, color, and drawing.

Steinunn Önnudóttir (b.1984) lives and works in Reykjavík, Iceland. She completed her BA in Graphic design at the Gerrit Rietveld Academie, Amsterdam, in 2009 and her BA in Audiovisual at the same academy in 2011. Steinunn has exhibited in group shows in Iceland and abroad, most notably Feigðarós at Kling&Bang in 2021, Non Plus Ultra (solo) at Reykjavík Art Museum in 2019, Skúlptúr Skúlptúr at Kópavogur Art Museum in 2018, and Gone with the wind, by the Reykjavík Sculptors’ Association in 2018. Since 2014 Steinunn has been running the Harbinger Project Space and she is part of the publishing duo In volumes, which publishes artist books and monographs.

Steinunn works mostly in the mediums of painting and sculpture, which in her practice tend to blend together. She experiments with the dimensions of painting, letting it escape the flatness of its two-dimensionality and become a part of the surrounding environment. Thereby her paintings evoke a physical experience as they can be circled or even traversed. Through her work Steinunn creates connotations of staging versus reality, and works with subjects such as deconstruction, illusion, origin and imitation.